Fékk 700 þúsund í miskabætur vegna einangrunar og farbanns Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. apríl 2018 18:39 Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmanni á þrítugsaldri 700 þúsund krónur í miskabætur vegna viðbragða ýmissa aðila er komu að rannsókn kynferðisbrots sem maðurinn var kærður fyrir árið 2015. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Maðurinn, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald og farbann vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti, krafði íslenska ríkið um 5,75 milljónir í skaðabætur vegna þeirra aðgerða. Atvik málsins eru þau að 15. mars 2015 lagði kona fram kæru hjá lögreglu um að brotið hefði verið gegn henni kynferðislega aðfaranótt 14. mars 2015 á heimili hennar í Reykjavík. Hún kvaðst hafa hitt þrjá erlenda karlmenn á veitingastaðnum English Pub og boðið þeim heim til sín eftir lokun staðarins. Tveir mannanna hefðu fljótlega yfirgefið staðinn, en einn orðið eftir og hefði sá brotið gegn henni. Hann hafi verið að hjálpa henni að leita að símanum hennar í sófa þegar hann hafi dregið niður um sig buxurnar, farið ofan á hana í sófanum, dregið buxur hennar niður og haft við hana samræði án hennar samþykkis, að því er segir um málsatvik í dómi héraðsdóms. Eins og áður sagði var málið látið niður falla.Vistaður í fangaklefa, einangraður í gæsluvarðhaldi og úrskurðaður í farbann Í kjölfar kærunnar var maðurinn handtekinn 17. mars 2015 og settur í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík. Var hann yfirheyrður sama dag og honum kynnt að hann lægi undir grun um kynferðisbrot. Stefnandi gekkst við því að hafa átt samskipti við umrædda konu, en neitaði afdráttarlaust að hafa brotið gegn henni. Tæpum sólarhring eftir handtöku mannsins, um hádegisbil þann 18. mars 2015, var honum með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur gert að sæta gæsluvarðhaldi í einangrun til 20. mars 2015. Þann 20. mars var stefnandi svo leiddur að nýju fyrir dómara sem úrskurðaði hann í farbann til 17. apríl 2015. Maðurinn krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna áðurtaldra aðgerða, þ.e. vistunar í fangaklefa, einangrunar í gæsluvarðhaldi og farbanns. Með dómi héraðsdóms var ríkinu gert að greiða manninum 700 þúsund krónur en hann krafðist upphaflega 5,75 milljóna króna. Þá fellur málskostnaður niður og mun allur gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira