BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 15:58 Nigel Lawson fór með fleipur um loftslagsbreytingar í viðtali á einni útvarpsstöðva BBC í fyrra. Vísir/AFP Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24