BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 15:58 Nigel Lawson fór með fleipur um loftslagsbreytingar í viðtali á einni útvarpsstöðva BBC í fyrra. Vísir/AFP Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24