BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 15:58 Nigel Lawson fór með fleipur um loftslagsbreytingar í viðtali á einni útvarpsstöðva BBC í fyrra. Vísir/AFP Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24