Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Íslandsbanki flúði myglu- og rakaskemmdar höfuðstöðvar sínar við Kirkjusand. Einhverjir starfsmenn glíma þó enn við eftirköstin af þeim. Íslandsbanki leggur til að húsnæðið á Kirkjusandi verði rifið Vísir/Vilhelm Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka glíma enn við eftirköst veikinda af völdum myglu- og rakaskemmda í höfuðstöðvum bankans við Kirkjusand. Af þeim sökum hefur þeim verið hlíft við að flytja í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan á framkvæmdum hefur staðið þar. „Þetta eru örfáir starfsmenn sem ekki eru starfandi í húsi á meðan á framkvæmdum í Norðurturninum stendur. Þau hafa verið viðkvæm fyrir raskinu sem er í húsinu eftir Kirkjusandinn,“ segir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka. „Það fellur til alls konar ryk og annað við framkvæmdirnar svo þeim er hlíft við að vera þar á meðan á framkvæmdum stendur. En þau eru væntanleg í hús núna á næstunni,“ segir Edda en bendir á að enginn þeirra hafi verið í veikindaleyfi vegna þessa, aðeins unnið annars staðar en í húsinu.Edda HermannsdóttirÍ ársbyrjun 2016 greindu forsvarsmenn bankans frá því að mygla hefði greinst á vinnusvæðum starfsmanna höfuðstöðvanna við Kirkjusand og að gripið hefði verið til ráðstafana af þeim sökum. Óæskilegt magn af gróum og sveppahlutum fannst á einstaka vinnusvæðum starfsmanna. Starfsfólk hafði kvartað yfir óþægindum og lélegum loftgæðum. Nokkru síðar var tilkynnt um að bankinn myndi flytja höfuðstöðvar sínar og sameina starfsemi sína í Norðurturninum í Kópavogi. Þeir flutningar hófust á síðari hluta árs 2016 þegar fyrstu starfsmenn fluttust yfir en síðan stóðu flutningar yfir langt fram á árið 2017. Nú er svo komið að nær allir starfsmenn, ríflega sex hundruð talsins, eru komnir í Norðurturninn. Bankinn lækkaði virði á húsnæðinu að Kirkjusandi um 1,2 milljarða í reikningum árið 2016. Birna Einarsdóttir útskýrði ákvörðunina á þann veg að engin leið væri að vita hvað yrði um húsið eða hvað skemmdirnar myndu kosta bankann. Íslandsbanki lagði síðar til að gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi yrðu rifnar og hefur lagt inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja lóðina út frá því. „Við erum búin að láta þrjú sérfræðifyrirtæki skoða húsið og meta kostnaðinn við að ýmist gera það upp eða rífa það. Í framhaldinu var tekin ákvörðun um að það yrði of kostnaðarsamt að ráðast í viðgerðir, þar sem of miklar skemmdir voru á húsinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57 Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Vilja rífa húsið á Kirkjusandi Íslandsbanki hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að hefja framkvæmdir á lóð fyrirtækisins við Kirkjusand. 23. febrúar 2018 05:57
Mygluskemmdir kosta Íslandsbanka 1,2 milljarða Bankinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort rífa eigi húsnæðið. 24. ágúst 2016 11:00