Enski boltinn

Sjáðu Woods fara hársbreidd frá holu í höggi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Vísir/Getty
Tiger Woods er að spila loka hringinn á Mastersmótinu í golfi og er jafn í 36. sæti eins og staðan er.

Woods er enginn nýgræðingur í sportinu en hann hefur ekki farið holu í höggi í keppni síðan árið 1998. Hann hefur aðeins farið þrisvar holu í höggi, 1996, 1997 og 1998.

Hann komst þó mjög nálægt því í dag þegar hann átti glæsilegt teighögg af fjórðu braut í dag. Myndir lýsa högginu betur en þúsund orð og má sjá það í myndbandinu hér að neðan.





Eftir að hafa byrjað mótið þokkalega hefur þó ekki gengið vel hjá Tiger í síðustu tveimur hringjum og er hann á þremur höggum yfir pari eftir átta holur á fjórða hring þegar þessi frétt er skrifuð.

Bein útsending frá lokahringnum hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×