Innlent

Framlengja lokun á Skógaheiði

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Eins og sjá má er svæðið sem um ræðir illa farið.
Eins og sjá má er svæðið sem um ræðir illa farið. Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun segir ekki raunhæft að að opna Skógaheiði strax vegna aurbleytu og viðkvæms ástands gróðurs. Stofnunin auglýsti lokun á leiðinni þann 23.mars síðastliðin en hefur nú framlengt lokunina um sjö vikur. Nú þegar að frost er að fara úr jörðu myndast mikil leðja í gönguslóðanum, hann verður mjög háll og hætta á að fólk renni til og gangi því með fram slóðanum. Svæðið verður opnað aftur um leið og aðstæður leyfa eða eigi síðar en 2.júní næstkomandi.

Umferð ferðamanna er mjög mikil á Skógaheiði en gönguleiðin þolir ekki þá umferð á svo viðkvæmum tíma þegar frost er að fara úr jörðu og gróður að vakna úr dvala. Svæðið er hluti af gönguleiðinni um Fimmvörðuháls en vinna við lagfæringu á umræddri gönguleið hófst veturinn 2017.

Umhverfisstofnun biður ferðaþjónustuaðila að miðla þessum upplýsingum og brýna mikilvægi þess að virða lokanir á náttúruverndarsvæðum.


Tengdar fréttir

Umhverfisstofnun lokar svæði á Skógaheiði

Umhverfisstofnun hefur gripið til þess ráðs að loka svæði á Skógaheiði vegna ágangs ferðamanna en stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til að skoða Skógafoss ganga upp á heiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×