Bayern meistari sjötta árið í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. apríl 2018 15:15 Leikmenn Bayern fagna í dag vísir/epa Bayern München er Þýskalandsmeistari sjötta árið í röð eftir sigur á Augsburg í nágrannaslag í Bundesligunni í dag. Leikurinn byrjaði hræðilega fyrir Bayern. Sergio Cordova rænir boltanum af Jerome Boateng í öftustu víglínu og er kominn einn inn að marki. Sven Ulreich gerir frábærlega í markinu í að koma út og verja skotið frá Cordova. Frákastið fór hins vegar beint í Niklas Sule og þaðan í markið. Sule á leið í hjálparvörnina fyrir Boateng en skoraði sjálfsmark sem hann gat nákvæmlega ekkert gert í. Þá var svo komið að Augsburg að gera hrikaleg varnarmistök. Joshua Kimmich sendi boltann fyrir úr aukaspyrnu og Corentin Tolisso var algjörlega óvaldaður í teignum og skoraði auðveldlega með skalla af stuttu færi. Aðeins örfáum mínútum seinna kom James Rodriguez Bayern yfir eftir nokkuð fát í vítateig Augsburg. Arjen Robben tryggði svo sigurinn í seinni hálfleik, aftur eftir fát í teignum þar sem varnarmenn Augsburg náðu ekki að hreinsa boltann. Rósin í hnappagatið kom svo frá Sandro Wagner á 87. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Sebastian Rudy í markið. Þýskir miðlar höfðu greint frá því fyrir leikinn að Alfreð Finnbogason væri orðinn heill og yrði líklegast með í leiknum í dag, haft var eftir Manuel Baum, stjóra Augsburg, að hann gæti jafn vel verið í byrjunarliðinu. Svo fór ekki, íslenski landsliðsmaðurinn var ekki í hóp hjá Augsburg í dag.#MiaSanMeister 2018 pic.twitter.com/JZf8yuDReq — FC Bayern English (@FCBayernEN) April 7, 2018Úrslit dagsins í Bundesligunni: 1-4 Augsburg - Bayern München 2-1 Monchengladback - Hertha Berlin 1-1 Köln - Mainz 0-2 Freiburg - Wolfsburg Þýski boltinn
Bayern München er Þýskalandsmeistari sjötta árið í röð eftir sigur á Augsburg í nágrannaslag í Bundesligunni í dag. Leikurinn byrjaði hræðilega fyrir Bayern. Sergio Cordova rænir boltanum af Jerome Boateng í öftustu víglínu og er kominn einn inn að marki. Sven Ulreich gerir frábærlega í markinu í að koma út og verja skotið frá Cordova. Frákastið fór hins vegar beint í Niklas Sule og þaðan í markið. Sule á leið í hjálparvörnina fyrir Boateng en skoraði sjálfsmark sem hann gat nákvæmlega ekkert gert í. Þá var svo komið að Augsburg að gera hrikaleg varnarmistök. Joshua Kimmich sendi boltann fyrir úr aukaspyrnu og Corentin Tolisso var algjörlega óvaldaður í teignum og skoraði auðveldlega með skalla af stuttu færi. Aðeins örfáum mínútum seinna kom James Rodriguez Bayern yfir eftir nokkuð fát í vítateig Augsburg. Arjen Robben tryggði svo sigurinn í seinni hálfleik, aftur eftir fát í teignum þar sem varnarmenn Augsburg náðu ekki að hreinsa boltann. Rósin í hnappagatið kom svo frá Sandro Wagner á 87. mínútu þegar hann skallaði fyrirgjöf Sebastian Rudy í markið. Þýskir miðlar höfðu greint frá því fyrir leikinn að Alfreð Finnbogason væri orðinn heill og yrði líklegast með í leiknum í dag, haft var eftir Manuel Baum, stjóra Augsburg, að hann gæti jafn vel verið í byrjunarliðinu. Svo fór ekki, íslenski landsliðsmaðurinn var ekki í hóp hjá Augsburg í dag.#MiaSanMeister 2018 pic.twitter.com/JZf8yuDReq — FC Bayern English (@FCBayernEN) April 7, 2018Úrslit dagsins í Bundesligunni: 1-4 Augsburg - Bayern München 2-1 Monchengladback - Hertha Berlin 1-1 Köln - Mainz 0-2 Freiburg - Wolfsburg
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti