Fótbolti

„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“

Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki.

Enski boltinn

Há­kon nær Meistara­deildinni en Mikael á­fram í fallsæti

Hákon Arnar Haraldsson var í liði Lille sem vann 3-0 sigur gegn Auxerre í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag og komst þar með skrefi nær því að spila aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Félagi hans úr landsliðinu, Mikael Egill Ellertsson, varð hins vegar að sætta sig við svekkjandi jafntefli og er áfram í fallsæti á Ítalíu.

Fótbolti

Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim

Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur gefið út að ungir leikmenn félagsins gætu fengið tækifæri í ensku úrvalsdeildinni það sem eftir lifir leiktíðar þar sem öll einbeiting liðsins er á að fara með sigur af hólmi í Evrópudeildinni.

Enski boltinn

Guar­diola segir Meistara­deildarsæti vera nóg

„Ég myndi segja að sigurinn hafi verið stór, sérstaklega ef miðað er við hversu góðan sigur þeir unnu síðast (á Nottingham Forest) og að hvorki Arsenal né Liverpool unnu hér,“ sagði Pep Guardiola eftir sigur sinna manna í Manchester City gegn Everton á útivelli.

Enski boltinn

Mc­Tominay hetja Napoli

Skotinn Scott McTominay skoraði eina mark Napoli í 1-0 útisigri á Monza. Sigurinn heldur titilvonum lærisveina Antonio Conte á lífi. París Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Le Havre.

Fótbolti

Fram og Þór Ak. á­fram í bikarnum

Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Íslenski boltinn

Tveir fimm­tán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val

Sigurður Breki Kárason, sem varð á dögunum yngsti leikmaður til að byrja leik í sögu efstu deildar karla í fótbolta á dögunum, skoraði eitt marka KR sem flaug áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Alexander Rafn Pálmason, yngsti leikmaður í sögu efstu deildar karla í fótbolta hér á landi, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í sama leik. Valsmenn komust einnig áfram, með sigri gegn Grindavík.

Íslenski boltinn

Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið

Fanney Inga Birkisdóttir fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og fagnaði sigri með Häcken. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter á Ítalíu og hélt enn á ný hreinu í góðum sigri á Roma.

Fótbolti

Mögnuð endur­koma mikil­væg í toppbaráttunni

Barcelona virtist vera að missa af tveimur stigum í toppbaráttu La Liga, efstu deildar karla í knattspyrnu á Spáni, þegar liðið fékk vítaspyrnu gegn Celta Vigo þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur í Katalóníu 4-3 og Börsungar auka forskot sitt á toppi deildarinnar.

Fótbolti

Ísak bombaði inn úr þröngu færi

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mikilvægt mark fyrir Düsseldorf í Þýskalandi í dag, í 1-1 jafntefli við Elversberg í baráttu liða sem ætla sér upp í efstu deild. Gríðarleg spenna er í þeirri baráttu.

Fótbolti

Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni út­sendingu

Ævintýri norska fótboltaliðsins Bodö/Glimt virðist engan enda ætla að taka og næst á dagskrá er einvígi við Tottenham. Það var þó mikið áfall fyrir leikmenn liðsins að uppgötva, í beinni útsendingu, að þeir hefðu misskilið reglur UEFA um gul spjöld og leikbönn.

Fótbolti