Fótbolti

Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu

Osasuna-menn telja að Barcelona hafi verið á svig við reglurnar með því að tefla Inigo Martinez fram í leik liðanna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Þeir hafa því kært úrslit leiksins en Barcelona vann 3-0.

Fótbolti

Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liver­pool

Segja má að stjórnar­tíð Freys Alexanders­sonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist form­lega á morgun með fyrsta keppnis­leik liðsins undir hans stjórn í norsku úr­vals­deildinni. Sér­fræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tíma­bili hjá Liver­pool.

Fótbolti

Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann

Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun.

Fótbolti

Helgi Kolviðs aftur í þjálfun

Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár.

Fótbolti

Grind­víkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA

Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

Íslenski boltinn

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt

KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

Íslenski boltinn

Lyon örugg­lega á­fram á kostnað Bayern

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum.

Fótbolti