Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 23-22 | Haukar jöfnuðu metin eftir hörkuleik Benedikt Grétarsson skrifar 6. apríl 2018 21:45 vísir Haukar jöfnuðu metin í einvíginu gegn Val í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld. Haukar unnu 23-22 og hafa bæði liðin nú unnið einn leik. Staðan í hálfleik var 12-9, Haukum í vil. Þórhildur Þórðardóttir.Maria Ines og Ragnheiður Sveinsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Hauka og Elin Jóna Þorsteinsdóttir varði 18/1 skot í markinu. Markahæstar í liði Vals voru Kristín Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk og markverðirnir Chantel Pagel og Line Rypdal vörðu sex skot hvor. Fyrir leik var það ljóst að Berta Rut Harðardóttir myndi ekki spila meira með Haukum í vetur en Berta Rut ristarbrotnaði eftir samstuð við Gerði Arinbjarnar, leikmann Vals í fyrsta leik liðanna. Gerður var reyndar líka fjarri góðu gamni en hún fékk tveggja leikja bann fyrir brotið. Fyrri hálfleikur var keimlíkur löngum köflum fyrsta leiksins. Liðin voru í nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik og markverðirnir voru vakandi á bak við sterkar varnirnar. Sér í lagi var Elín Jóna Þorsteinsdóttir góð í marki Hauka en Elín varði 10 skot í fyrri hálfleik og var með 53% markvörslu. Haukar komust í 3-0 og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Valskonur virtust vera að koma sterkar til baka í stöðunni 6-6 en lokakafli fyrri hálfleiks reyndist Haukum góður og því voru það heimakonur sem höfðu þriggja marka forskot að honum loknum, 12-9 Seinni hálfleikur var á margan hátt spegilmynd þess fyrri. Varnarleikur og markvarsla var áfram í aðalhlutverki og sérstaklega hélt Elín Jóna áfram að gera gestunum lífið leitt. Haukar komust fjórum mörkum yfir, 19-15 og flest sem benti til þess að heimakonur jöfnuðu metin í einvíginu. Valur gafst ekki upp og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, var munnnurinn kominn niður í tvö mörk, 20-18. Haukar héldu þó haus síðustu mínúturnar og lönduðu afar sætum sigri, sínum fyrsta gegn Val í vetur.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar fengu betri markvörslu og sú markvarsla kom líka á ansi mikilvægum augnablikum. Grimmdin var örlítið meiri í Haukaliðinu og heilt yfir má segja að sigurinn hafi verið fyllilega verðskuldaður.Hverjar stóðu upp úr? Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði frábærlega í marki Hauka og lokaði rammanum á köflum. Elín er gríðarlega erfið við að eiga þegar hún finnu rfjölina og Valskonur náðu ekki að hrista af sér andlegt tak hennar á liðinu. Þórhildur Braga Þórðardóttir var góð og Ragnheiður Sveinsdóttir var sterk á línunni. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var besti maður Vals, bæði í vörn og sókn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á 10. Það má að sjálfsögðu að miklu leyti skrifa á sterkan varnarleik beggja liða en einnig voru leikmenn að henda boltanum afar klaufalega í hendurnar á andstæðingnum.Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja sinn á mánudagskvöld en sá leikur fer fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Það er ljóst að sigurliðið í þeim leik, nær að komast í algjöra lykilstöðu upp á framhaldið að gera. Elín Jóna ÞorsteinsdóttirElín Jóna: Vorum reiðar og sárar. „Það er bara þannig að ef maður fær góða vörn fyrir framan sig, þá verður markvarslan góð, “ sagði alsæl Elín Jóna Þorsteinsdóttir eftir 23-22 sigur Hauka gegn Val í kvöld. Haukar jöfnuðu þar með metin í einvígi liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Elín Jóna átti frábæran leik og varði 18 skot. Hún segir Haukaliðið hafa þjappað sér saman eftir að Berta Rut Harðardóttir meiddist í fyrsta leiknum eftir heldur harkalegt brot Gerðar Arinbjarnar. „Við vorum bara mjög reiðar og sárar. Þetta er ung stelpa og mjög gáleysislegt brot. Við vorum bara mjög reiðar og ætluðum að taka sigurinn, sérstaklega fyrir Bertu. “ Staðan hefði verið orðin erfið ef Haukar hefðu tapað þessum leik og þurft að fara á útivöll 2-0 undir. „Já, algjörlega. Við ætlum samt bara að vinna þetta og þá þurfum við að sigra þær þrisvar. Ef þær hefðu unnið okkur í kvöld, hefðum við bara unnið seríuna 3-2,“ sagði ákveðin Elín Jóna að lokum.Ágúst Jóhannsson er þjálfari ValsÁgúst: Jöfn lið að getu Ágúst Jóhannsson þurfti að horfa á sínar konur í Val tapa fyrir Haukum 23-22. Markvörður Hauka, Elín Jóna Þorsteinsdóttir reyndist Valskonum erfið. „Elín var frábær í dag, enda er hún bara frábær markvörður og frammistaðan á ekkert að koma á óvart í sjálfu sér. “ Við vorum samt að slútta illa en varnarleikurinn var góður. Það er bara dýrt að fara svona með færin en það er einfaldlega ansi stór partur af handbolta að skora úr upplögðum marktækifærum.“ Nokkur mistök Vals voru ekki í þeim takti sem liðið hefur verið í lengstum í vetur. „Það kom þarna einhver kafli sem var ekki góður en við erum bara að elta allan leikinn og Haukarnir eiga líklega sigurinn skilið í kvöld. Það er bara næsti leikur en ég átti alveg von á því að þetta einvígi færi í 4-5 leiki. Þetta eru jöfn lið að getu, spila hörkuvörn og hafa góða markverði.“ Haukar höfðu á orði að brotið á Bertu í síðasta leik hefði kynnt bál undir liðinu og hjálpað mikið við að búa til baráttuanda. „Það er bara gott hjá þeim, ef þetta kveikir í þeim. Þetta var algjört óviljaverk og okkur þykir þetta mjög leitt og það er bara þannig, “ sagði Ágúst Jóhannsson. Olís-deild kvenna
Haukar jöfnuðu metin í einvíginu gegn Val í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld. Haukar unnu 23-22 og hafa bæði liðin nú unnið einn leik. Staðan í hálfleik var 12-9, Haukum í vil. Þórhildur Þórðardóttir.Maria Ines og Ragnheiður Sveinsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Hauka og Elin Jóna Þorsteinsdóttir varði 18/1 skot í markinu. Markahæstar í liði Vals voru Kristín Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með fimm mörk og markverðirnir Chantel Pagel og Line Rypdal vörðu sex skot hvor. Fyrir leik var það ljóst að Berta Rut Harðardóttir myndi ekki spila meira með Haukum í vetur en Berta Rut ristarbrotnaði eftir samstuð við Gerði Arinbjarnar, leikmann Vals í fyrsta leik liðanna. Gerður var reyndar líka fjarri góðu gamni en hún fékk tveggja leikja bann fyrir brotið. Fyrri hálfleikur var keimlíkur löngum köflum fyrsta leiksins. Liðin voru í nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik og markverðirnir voru vakandi á bak við sterkar varnirnar. Sér í lagi var Elín Jóna Þorsteinsdóttir góð í marki Hauka en Elín varði 10 skot í fyrri hálfleik og var með 53% markvörslu. Haukar komust í 3-0 og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Valskonur virtust vera að koma sterkar til baka í stöðunni 6-6 en lokakafli fyrri hálfleiks reyndist Haukum góður og því voru það heimakonur sem höfðu þriggja marka forskot að honum loknum, 12-9 Seinni hálfleikur var á margan hátt spegilmynd þess fyrri. Varnarleikur og markvarsla var áfram í aðalhlutverki og sérstaklega hélt Elín Jóna áfram að gera gestunum lífið leitt. Haukar komust fjórum mörkum yfir, 19-15 og flest sem benti til þess að heimakonur jöfnuðu metin í einvíginu. Valur gafst ekki upp og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, var munnnurinn kominn niður í tvö mörk, 20-18. Haukar héldu þó haus síðustu mínúturnar og lönduðu afar sætum sigri, sínum fyrsta gegn Val í vetur.Af hverju unnu Haukar leikinn? Haukar fengu betri markvörslu og sú markvarsla kom líka á ansi mikilvægum augnablikum. Grimmdin var örlítið meiri í Haukaliðinu og heilt yfir má segja að sigurinn hafi verið fyllilega verðskuldaður.Hverjar stóðu upp úr? Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði frábærlega í marki Hauka og lokaði rammanum á köflum. Elín er gríðarlega erfið við að eiga þegar hún finnu rfjölina og Valskonur náðu ekki að hrista af sér andlegt tak hennar á liðinu. Þórhildur Braga Þórðardóttir var góð og Ragnheiður Sveinsdóttir var sterk á línunni. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var besti maður Vals, bæði í vörn og sókn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á 10. Það má að sjálfsögðu að miklu leyti skrifa á sterkan varnarleik beggja liða en einnig voru leikmenn að henda boltanum afar klaufalega í hendurnar á andstæðingnum.Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja sinn á mánudagskvöld en sá leikur fer fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Það er ljóst að sigurliðið í þeim leik, nær að komast í algjöra lykilstöðu upp á framhaldið að gera. Elín Jóna ÞorsteinsdóttirElín Jóna: Vorum reiðar og sárar. „Það er bara þannig að ef maður fær góða vörn fyrir framan sig, þá verður markvarslan góð, “ sagði alsæl Elín Jóna Þorsteinsdóttir eftir 23-22 sigur Hauka gegn Val í kvöld. Haukar jöfnuðu þar með metin í einvígi liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Elín Jóna átti frábæran leik og varði 18 skot. Hún segir Haukaliðið hafa þjappað sér saman eftir að Berta Rut Harðardóttir meiddist í fyrsta leiknum eftir heldur harkalegt brot Gerðar Arinbjarnar. „Við vorum bara mjög reiðar og sárar. Þetta er ung stelpa og mjög gáleysislegt brot. Við vorum bara mjög reiðar og ætluðum að taka sigurinn, sérstaklega fyrir Bertu. “ Staðan hefði verið orðin erfið ef Haukar hefðu tapað þessum leik og þurft að fara á útivöll 2-0 undir. „Já, algjörlega. Við ætlum samt bara að vinna þetta og þá þurfum við að sigra þær þrisvar. Ef þær hefðu unnið okkur í kvöld, hefðum við bara unnið seríuna 3-2,“ sagði ákveðin Elín Jóna að lokum.Ágúst Jóhannsson er þjálfari ValsÁgúst: Jöfn lið að getu Ágúst Jóhannsson þurfti að horfa á sínar konur í Val tapa fyrir Haukum 23-22. Markvörður Hauka, Elín Jóna Þorsteinsdóttir reyndist Valskonum erfið. „Elín var frábær í dag, enda er hún bara frábær markvörður og frammistaðan á ekkert að koma á óvart í sjálfu sér. “ Við vorum samt að slútta illa en varnarleikurinn var góður. Það er bara dýrt að fara svona með færin en það er einfaldlega ansi stór partur af handbolta að skora úr upplögðum marktækifærum.“ Nokkur mistök Vals voru ekki í þeim takti sem liðið hefur verið í lengstum í vetur. „Það kom þarna einhver kafli sem var ekki góður en við erum bara að elta allan leikinn og Haukarnir eiga líklega sigurinn skilið í kvöld. Það er bara næsti leikur en ég átti alveg von á því að þetta einvígi færi í 4-5 leiki. Þetta eru jöfn lið að getu, spila hörkuvörn og hafa góða markverði.“ Haukar höfðu á orði að brotið á Bertu í síðasta leik hefði kynnt bál undir liðinu og hjálpað mikið við að búa til baráttuanda. „Það er bara gott hjá þeim, ef þetta kveikir í þeim. Þetta var algjört óviljaverk og okkur þykir þetta mjög leitt og það er bara þannig, “ sagði Ágúst Jóhannsson.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti