Skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum í dag Gissur Sigurðsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. apríl 2018 08:40 Geymslur loguðu í gær og ljóst að tjón er margvíslegt og mikið. Vísir/eyþór Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sjá meira
Lögregla hefur í dag rannsókn á stórbrunanum í Miðhrauni í gær. Verður byrjað á að skoða upptökur úr öryggismyndavélum. Enn logar í glæðum, sem koma í ljós eftir því sem krabbi grefur sig inn í brunarústirnar. Slökkviliðsmönnum var fækkað á vettvangi klukkan fimm í morgun en sjö standa þar vaktina og slökkva jafn harðan í glæðum, sem leynast í svonefndum eldhreiðrum og reyk leggur enn upp úr rústunum, lögregla vaktar einnig svæðið. Eins og kom fram á Vísi í morgun fraus á svæðinu í nótt sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir þar sem vatn fór að stífna í slöngum og hált varð á vettvangi. Enn er ekkert vitað um eldsupptök og er hefðbundin rannsókn á vettvangi ekki hafin þar sem ekki er enn óhætt að fara inn í rústirnar vegna hættu á hruni. Þónokkrar eftirlitsmyndavélar voru í húsakynnum Geymslna og verða upptökur úr þeim, sem ekki skemmdust, skoðaðar í dag í von um að þær geti varpað einhverju ljósi á hvernig þetta gerðist. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann vegna gruns um að hann tengdist upptökum brunans. Rannsókn á atvikum hreinsaði hann þó af öllum grun og var honum sleppt. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið handtekinn vegna grunsamlegs háttalags á staðnum í gær. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í morgun að það líti út fyrir að nú sjái fyrir endann á slökkvistarfi á vettvangi. Slökkviliðið þarf tíma til að rannsaka hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi. Skoða þarf síðustu samþykktu teikningar hússins og sjá hvað þær hljóðuðu upp á og hvort starfsemin í húsinu sé akkúrat sú sama og átti að vera miðað við teikningar. Samhliða miklu álagi á slökkviliðsmenn á vettvangi í Miðhrauni í nótt, þurftu þeir að sinna yfir hundrað sjúkraflutningum frá því klukkan átta í gærmorgun til klukkan sex í morgun.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48 Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13 Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28
Kanna hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi í húsinu sem var ekki með vatnsúðakerfi Fyrstu væntingar hjá okkur voru að svo væri af því þetta er tiltölulega stórt hús, segir slökkviliðsstjóri. 5. apríl 2018 15:48
Næturfrost torveldaði slökkvistarf í nótt Slökkviliðsmönnum er enn að störfum í Miðhrauni í Garðabæ eftir stórbrunann í gær. 6. apríl 2018 07:13
Margir í áfalli eftir stórbruna Slökkviliðsstjóri segir brunann í Miðhrauni líklega þann stærsta frá Skeifubrunanum 2014. Tjón er talið hlaupa á hundruðum milljóna og húsnæðið talið nær ónýtt. Leigjendur geymslurýma margir í áfalli. 6. apríl 2018 04:45