Pútín býst við heilbrigðri skynsemi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fer fram á heilbrigða skynsemi í Skrípal-málinu. Vísir/EPA Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Viðtal Sky News við Gary Aitkenhead, framkvæmdastjóra rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, hefur kynt undir deilu Rússa og Breta um efnavopnaárás marsmánaðar á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans. Sagði Aitkenhead í viðtalinu að ekki hafi tekist að staðfesta að Novichok-eitrið, sem notað var í tilræðinu, hafi komið frá Rússlandi. Hins vegar væri ljóst að einungis ríki hafi getað framleitt eitrið. Rússar hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu í málinu. Stukku þeir því á þessi ummæli Aitkenheads og fóru mikinn. Rússneska sendiráðið í Bretlandi sagði púsluspil Breta detta í sundur, Dmítrí Peskov, talsmaður forseta, sagði þau sýna að „tryllingslegar ásakanir“ Breta væru ósannar og Rússar kölluðu eftir fundi hjá Stofnuninni um bann við efnavopnum.Sjá einnig: Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Rússar eru þó ekki þeir einu sem gripu ummæli Aitkenheads á lofti. Diane Abbott, skuggaráðherra innanríkismála og þingmaður Verkamannaflokksins, sakaði Boris Johnson utanríkisráðherra um að afvegaleiða almenning í málinu. Á fundinum kom einna helst fram að stofnunin byggist við því að rannsókn lyki innan viku. Aðspurður hvort hann byggist við afsökunarbeiðni í gær sagði Vladímír Pútín forseti að hann byggist raunar ekki við neinu. „Ég býst samt við því að heilbrigð skynsemi verði ofan á,“ sagði forsetinn. Fyrir fundinn buðust Rússar til þess að rannsaka málið í samstarfi við Breta. „Tilboð Rússa um sameiginlega rannsókn er fáránlegt,“ sagði í tísti frá bresku sendinefndinni.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10 Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Geta ekki staðfest uppruna taugaeitursins Yfirvöld Bretlands segja frekari upplýsingar benda til þess að Rússar hafi gert Sripal-árásina, sem framkvæmd var í Bretlandi. 3. apríl 2018 19:10
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Sakar Vesturlönd um barnaskap og blekkingar í máli Sergei Skripal Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakar vesturlönd um barnaskap og blekkingarleiki í máli Sergei Skripal. 2. apríl 2018 21:34