Tekið er fram að árstíðarbundnar fatalínur frá Gosha munu hætta, og að merkið muni hætta sem slíkt. En í þetta er hægt að lesa að Gosha sjálfur er hvergi nærri hættur, heldur er jafnvel að aðlaga sig að breyttum tíma í tískuheiminum.
Gosha Rubchinskyi hefur verið gríðarlega vinsælt fatamerki síðustu ár, og hafa verið í samstarfi við Adidas, Burberry, Levi's og Dr Martens.
Það er ólíklegt að Gosha sé alveg hættur en við bíðum spenntar eftir næstu skrefum.
