Breytingar í þjóðfélaginu geti skýrt aukningu í ávísunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. apríl 2018 06:00 Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Mikil aukning er í ávísunum á þunglyndislyfjum til ungra kvenna. Ávísunum til þeirra fjölgaði umfram aukninguna til annarra hópa. Tæplega nítján prósenta aukning var í þunglyndislyfjaávísunum milli áranna 2012 og 2016. „Ein breyting sem við merkjum er að frá árinu 2012 hefur verið mikil aukning í því að ungar konur fái ávísað slíkum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson sérfræðingur á lyfjasviði landlæknis. Ólafur bendir enn fremur á að tæplega tvöfalt fleiri skömmtum sé ávísað til kvenna heldur en karla. Þar spili meðal annars inn í að yfir 40 prósent kvenna á aldrinum 85-89 ára fái slík lyf. Ávísanir þunglyndislyfja eru mældar í fjölda dagskammta sem ávísað er á hverja þúsund íbúa (DDD). Í tveimur heilbrigðisumdæmum, Austurlandi og Suðurnesjum, fá konur ríflega tvöfalt fleiri skömmtum ávísað en karlar. Minnstur er munurinn á Vestfjörðum. Þar fer 81,8 DDD til karla en 141,4 til kvenna. Sé litið til Austurlands fara 99,4 DDD til karla en 210,3 DDD til kvenna. Íslendingar nota langmest af þunglyndislyfjum samanborið við nágrannalönd okkar. „Eitt af því sem við verðum að taka með í reikninginn þegar við berum Ísland saman við önnur lönd er að á Íslandi er aðeins hægt að ávísa stórum skömmtum í einu,“ segir Nanna Briem, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans.Mörgum lyfjum er aðeins hægt að ávísa í 100 taflna pakkningum. Allskostar óvíst er að rétt lyf finnist í fyrstu tilraun og því sé mögulegt að gífurlega mörgum skömmtum sé ávísað á sama einstakling þó aðeins lítill hluti þeirra sé síðan nýttur. Það sé einn af þeim hlutum sem getur spilað inn í og haft áhrif á samanburðinn. „Ef við veltum þessu fljótt fyrir okkur þá er eitt af því sem mér dettur í hug að gæti mögulega haft áhrif að á þessu tímabili sé fólk frekar tilbúið að leita sér aðstoðar,“ segir Nanna. Tímabilið 2012 til 2016 sé nokkuð langt og margt hafi breyst á þeim tíma. Margir hafi stigið fram, úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins, og rætt opinskátt um sína kvilla og hvernig þeim hefur tekist að vinna úr þeim. Hingað til hafi konur yfirleitt verið líklegri til að leita sér aðstoðar sem geti skýrt muninn á því hví konur fái fleiri skömmtum ávísað heldur en karlar. Mikill munur er eftir landshlutum á því hve miklu er ávísað til fólks. „Mögulega er hluti skýringarinnar sá að fólk vill sækja sér aðstoð. Sumstaðar er aðstoðin í formi lyfja þar sem önnur fullnægjandi meðferð er ekki í boði,“ segir Nanna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent