Ísbirnir herja á grænlenskt þorp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2018 19:02 Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30. Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Hvítabirnir hafa herjað á afskekktasta þorp Grænlands síðustu mánuði en um páskanna hafa tveir birnir verið felldir í og við þorpið. Liðsmenn Hróksins sem þar halda skákhátíð hafa líkt og aðrir íbúar verið beðnir að varann á sér. Ísbjörn réðst á mann í nágrenni þorpsins fyrir skömmu. Skákfélagið Hrókurinn heldur skákhátíð tólfta árið í röð á Ittoqqortoormiit sem er afskekktasta þorp Grænlands með um 450 íbúa. Máni Hrafnsson liðsmaður Hrókssins sem staddur er í þorpinu segir að undanfarna mánuði hafi um 30 hvítabirnir herjað á þorpið. „Það var einn ísbjörn felldur í fyrradag og hann var á vappi svona kílómeter frá bænum. Svo var annar sem var felldur í gærkvöldi inní bænum.“ Máni segir að fólkið í þorpinu munir varla eftir öðru eins og hafi fengið ströng fyrirmæli um að fara ekki út fyrir bæjarmörkin án þess að bera vopn. Þá hafi ísbjörn ráðist á mann fyrir skömmu. „Fyrir tveimur vikum var maður að koma út frá sér og ætlaði að fara á vélsleða þegar ísbjörn kom og réðst á hann. Björninn náði að bíta í höndina á honum áður en honum tókst að berja hann af sér og brunaði í burtu á vélsleðanum.“ Ísbjarnakjötið ekki í uppáhaldi Máni segir að kjötið af öðrum ísbirninum hafi verið deilt út meðal þorpsbúa. „Það var ungur veiðimaður, Karl Napatoq sem felldi ísbjörninn og björninn var dreginn í bæinn þar sem hann var fláður og kjötinu skipt milli þorpsbúa. Síðan var það eldað næsta dag. Við fengum að smakka og þetta var seigt og ekki í uppáhaldi verð ég að segja.“Ísbjörninn kíkti inn Liðsmenn Hrókssins fóru með leiðsögumanni í annað þorp í morgun og þar voru fótspor eftir stóran ísbjörn. „Hann hafði greinilega kíkt inn um glugga á húsum þar en sem betur fer var enginn heima.“ Máni segir að þorpið hafi kvóta upp á 35 ísbirni á ári en nú þegar sé búið að fella 30.
Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira