Kjósa aftur til að sýna óvinum í tvo heimana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Erdogan Tyrklandsforseti boðaði til kosninga í gær. Vísir/EPA Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Tyrkland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, boðaði í gær til forseta- og þingkosninga þann 24. júní næstkomandi. Upprunalega átti að ganga til kosninga í nóvember 2019 en Erdogan sagði nauðsynlegt að flýta þeim til þess að greiða fyrir upptöku forsetaræðis þar í landi. Tyrkir samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra að breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að færa forsetanum meiri völd, það er að fara úr því að vera þingræðisríki, líkt og Ísland, yfir í að vera forsetaræðisríki, líkt og Bandaríkin. „Jafnvel þótt forseti og ríkisstjórn vinni vel saman plaga sjúkdómar hins gamla fyrirkomulags okkur enn,“ sagði Erdogan í ræðu sinni í gær. Bætti hann því við að þróun mála í Sýrlandi, sem og víðar, hefði gert enn nauðsynlegra að flýta fyrir upptöku forsetaræðis svo hægt væri að tryggja framtíð Tyrklands. Samkvæmt Reuters hafði Erdogan-stjórnin áður hafnað hugmyndum um að flýta kosningum. Orðrómur var uppi í gær og á þriðjudag um að kosningum yrði flýtt. Devlet Bahceli, leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar (MHP), flokks sem er samstiga Réttlætis- og þróunarflokki (AKP) Erdogans, kallaði meðal annars eftir kosningum sem fyrst. Sagði hann það nauðsynlegt til að „sýna óvinum Tyrklands í tvo heimana“. MHP mun bjóða fram með AKP í kosningunum. Erdogan sagði frá því í gær að ákvörðunin hefði verið tekin eftir viðræður við Bahceli. Stjórnarandstöðuflokkar fögnuðu ummælum Bahcelis, og því væntanlega ákvörðun Erdogans sömuleiðis. Sögðu þeir samkvæmt BBC að með því fengist tækifæri til að steypa Erdogan af stóli.Sjá einnig: Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Samkvæmt Telegraph er þetta ekki í fyrsta skipti sem Bahceli reynist áhrifaríkur í tyrkneskum stjórnmálum. Hann fékk það einnig í gegn árið 2002 að kosið yrði fyrr. Í þeim kosningum komst AKP til valda. Sé horft til skoðanakannana fyrir forsetakosningarnar þykir Erdogan langsigurstranglegastur. Í könnun Ankara Analitik segjast 46,4 prósent ætla að kjósa forsetann í fyrri umferð kosninga. Næstflestir styðja Kemal Kiliçdaroglu, líklegan frambjóðanda CHP-flokksins, eða 12,7 prósent. Þá styðja jafnmargir Meral Aksener, væntanlegan frambjóðanda Góða flokksins. Í annarri umferð hefur Erdogan vinninginn á móti bæði Aksener og Kiliçdaroglu. Fengi Erdogan 60 prósent atkvæða gegn 40 prósentum Akseners samkvæmt könnun ORC en 62 prósent gegn 38 prósentum Kiliçdaroglu. AKP-flokkurinn mælist jafnframt langstærstur þegar horft er til þingkosninga. Í könnun ORC mælist AKP með 56 prósenta fylgi. Næst á eftir kemur CHP með 27 prósent, þá HDP-flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, með 8,3 prósent og loks Góði flokkurinn með 7,1 prósent. Með sigri myndi Erdogan lengja enn frekar langa valdatíð sína. Allt stefnir í að hann tryggi sér umboð til að stýra Tyrklandi í fimm ár til viðbótar við þau fimmtán sem eru að baki, ýmist sem forsætisráðherra eða forseti.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50 Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21 Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Sjá meira
Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016. 6. apríl 2018 11:50
Erdoğan flýtir kosningum og verður valdamesti maður frá dögum Atatúrks Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur ákveðið að flýta kosningum til þings og forseta um heilt ár og verður kosið 24. júní næstkomandi. Kosningarnar eru liður í umfangsmiklum breytingum á stjórnkerfi landsins sem er ætlað að færa enn meiri völd til forsetans. 18. apríl 2018 15:21
Umdeild réttarhöld hafin í Tyrklandi Handtaka prestsins Andrew Brunson, sem hafði búið og starfað um árabil í Tyrklandi, hefur valdið deilum á milli Bandaríkjanna og Tyrklands. 16. apríl 2018 08:56
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“