Miklu meira en bara tónleikar Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Greta segir gleðina í hópnum hafa verið alveg einstaka á æfingum og hlakkar hvað mest til að sjá hana líka á stóra sviðinu. Vísir/Anton „Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira