Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Gissur Sigurðsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 17. apríl 2018 19:45 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. VÍSIR/VILHELM Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn. Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05