Handbolti

Stelpurnar sem mætast í úrslitum reyndu að hitta mark af 20. hæð | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kastað úr svakalegri hæð.
Kastað úr svakalegri hæð.
Úrslitaeinvígið í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld í Valshöllinni þar sem að erkifjendurnir Valur og Fram mætast í fyrsta leik klukkan 19.10. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en Seinni bylgjan hefur upphitun klukkan 19.10 og gerir svo leikinn upp að honum loknum.

Til að hita upp fyrir úrslitaeinvígið setti Olís upp magnaða þraut fyrir tvo af bestu leikmönnum liðanna; Ragnheiði Júlíusdóttur úr Fram og Kristínu Guðmundsdóttur úr Val. Þær mættu eldsnemma um morgun í turninn í Kópavogi og áttu þar að hitta í mark af 20. hæð.

Þrautin var einföld. Sú fyrri til að hitta markið myndi vinna en úr varð svakaleg barátta enda bæði Ragnheiður og Kristín gríðarelga miklar keppnismanneskjur.

Hvor vann? Svarið má finna í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×