Hergeir: Ég þurfti aðeins að kveikja í þessu Þór Símon Hafþórsson skrifar 16. apríl 2018 21:40 Hergeir í leik með Selfyssingum í vetur „Þetta var gaman. Þetta var auðvitað alveg geggjaður leikur. Fyrri hálfleikurinn var lélegur en við sýndum svo brjálaðan karakter í seinni hálfleik,“ sagði maður leiksins, Hergeir Grímsson, eftir sigur Selfoss á Stjörnunni, 28-30, í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var virkilega ósáttur með fyrri hálfleik Selfyssinga í kvöld og sagði að Hergeir hefði verið eini maður liðsins sem spilaði vel fyrstu 30 mínútur leiksins. „Ég dett oft í einhvern gír og verð eitthvað brjálaður og það virkaði í dag. Fullt af Selfyssingum mættir og maður verður að öskra á þessa menn og koma þeim í gírinn,“ sagði Hergeir og bætti tók sérstaklega fram hversu magnaður stuðningur Selfyssinga var en þeir fjölmenntu svo sannarlega á völlinn. „Það er auðvitað klikkað. Ég er eiginlega orðlaus.“ Selfoss hefur haft orð á sér að koma til baka í leikjum í vetur og í kvöld endurtóku þeir leikinn. Byrjuðu illa en enduðu sem verðskuldaðir sigurvegarar. „Við erum með karakter í liðinu. Við vitum alveg hvað við getum. Stundum byrjum við illa en við vitum alltaf að við munum hrökkva í gírinn. Eins og við gerðum í dag.“ Á 37. mínútu fékk Stjörnumaðurinn, Bjarki Már Pétursson, beint rautt spjald fyrir brot á Elvari Erni Jónssyni. Hergeir og Sveinbjörn Pétursson, markmaður Stjörnunnar tveggja mínútuna brottvísun fyrir herlegheitin sem fylgdu á eftir en bókstaflega allt ætlaði að sjóða upp úr. „Maður þurfti bara að kveikja aðeins í þessu. Þetta var orðið svolítið rólegt. Það virkaði. Ég var samt kannski full ágengur þarna,“ sagði Hergeir sem skoraði 10 mörk úr 13 skotum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Þetta var gaman. Þetta var auðvitað alveg geggjaður leikur. Fyrri hálfleikurinn var lélegur en við sýndum svo brjálaðan karakter í seinni hálfleik,“ sagði maður leiksins, Hergeir Grímsson, eftir sigur Selfoss á Stjörnunni, 28-30, í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, var virkilega ósáttur með fyrri hálfleik Selfyssinga í kvöld og sagði að Hergeir hefði verið eini maður liðsins sem spilaði vel fyrstu 30 mínútur leiksins. „Ég dett oft í einhvern gír og verð eitthvað brjálaður og það virkaði í dag. Fullt af Selfyssingum mættir og maður verður að öskra á þessa menn og koma þeim í gírinn,“ sagði Hergeir og bætti tók sérstaklega fram hversu magnaður stuðningur Selfyssinga var en þeir fjölmenntu svo sannarlega á völlinn. „Það er auðvitað klikkað. Ég er eiginlega orðlaus.“ Selfoss hefur haft orð á sér að koma til baka í leikjum í vetur og í kvöld endurtóku þeir leikinn. Byrjuðu illa en enduðu sem verðskuldaðir sigurvegarar. „Við erum með karakter í liðinu. Við vitum alveg hvað við getum. Stundum byrjum við illa en við vitum alltaf að við munum hrökkva í gírinn. Eins og við gerðum í dag.“ Á 37. mínútu fékk Stjörnumaðurinn, Bjarki Már Pétursson, beint rautt spjald fyrir brot á Elvari Erni Jónssyni. Hergeir og Sveinbjörn Pétursson, markmaður Stjörnunnar tveggja mínútuna brottvísun fyrir herlegheitin sem fylgdu á eftir en bókstaflega allt ætlaði að sjóða upp úr. „Maður þurfti bara að kveikja aðeins í þessu. Þetta var orðið svolítið rólegt. Það virkaði. Ég var samt kannski full ágengur þarna,“ sagði Hergeir sem skoraði 10 mörk úr 13 skotum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira