Félagsmálaráðherra kallar leigusala á sinn fund Höskuldur Kári Schram skrifar 16. apríl 2018 18:43 Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira