Tryggja þurfi rétt feðra vegna fósturláta Sveinn Arnarsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 VÍSIR/VILHELM Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Feður búa ekki yfir jöfnum rétti til fæðingarorlofs þegar kemur að andvana fæðingum eða fósturlátum barna. Þessu vill Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, breyta. Andrés hefur spurt dómsmálaráðherra um skráningu faðernis hjá Þjóðskrá Íslands hvað varðar andvana fædd börn eða fósturlát fyrir 22. viku fæðingar. „Það á sér ekki stað nokkur skráning á faðerninu,“ segir Andrés. „Því eru mæður og feður ekki í sömu stöðunni þegar kemur til þess að fá fæðingarorlof vegna andvana fæðingar frá Vinnumálastofnun. Ef þau eru skráð í sambúð eða eru gift þá er rétturinn tryggður. Hins vegar er ekki hægt með nokkru móti fyrir föður að vera skráður fyrir þessu andvana fædda barni og því hefur hann engan rétt til fæðingarorlofs vegna þessa skráningarleysis. “ Vinnumálastofnun segir að mat á því hvort foreldrar eigi rétt á fæðingarorlofi í þessum tilvikum byggt á því að fyrir liggi hjá Þjóðskrá Íslands undirrituð yfirlýsing móður og föður um faðerni barns þegar ekki er um að ræða hjúskap eða skráða sambúð foreldra. Hins vegar er það svo að Þjóðskrá skráir ekki andvana fædd börn. „Börn sem fæðast andvana eru ekki skráð í þjóðskrá, en börn sem fæðast andvana eftir 22 vikna meðgöngu fá útgefna svonefnda kerfiskennitölu vegna skráningar í fæðingarskrá Embættis landlæknis. Í ljósi þess að andvana fædd börn eru ekki skráð í þjóðskrá er hvorki móðerni né faðerni þeirra skráð,“ segir í svari þjóðskrár til dómsmálaráðuneytisins um skráningar andvana fædda barna. Vinnumálastofnun segir jafnframt að foreldrar verði að vera gift eða skráðir í sambúð til þess að faðirinn eigi rétt á fæðingarorlofi. „Ef þetta eru hnökrar á kerfinu þarf að laga það, frekar en að fólk þurfi að berjast fyrir því að sækja sjálfsögð réttindi sín á þessum viðkvæma tíma,“ segir Andrés Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira