Lýðháskólinn á Flateyri opnar dyr sínar í haust Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. apríl 2018 06:00 Í Lýðháskólanum á Flateyri verður sérstök áhersla lögð á að kynnast og læra á náttúru Vestfjarða. Lýðháskólinn á Flateyri Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskólanum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum, en hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Annars vegar er um að ræða námsleið sem byggir á að nýta þær auðlindir sem til eru á svæðinu, í náttúrunni, menningunni og samfélaginu á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um náttúruna, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Hin námsleiðin byggir á sköpun, hugmyndavinnu og útfærslu í hvers kyns formum. Áhersla er lögð á að nemendur þroskist sem skapandi einstaklingar og að námi loknu hafi að þeir safnað sér færni, verkfærum og tækni til að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni. Helena Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. „Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög, stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt tekið höndum saman og stutt verkefnið með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur hlotið með ólíkindum. Við sjáum það á Facebook-síðunni okkar að fólk er að deila þessu út um allt. Það er verið að ræða þetta í fermingarveislum og hvaðeina. Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi, en í raun og veru fórum við af stað með þetta af alvöru í lok desember og byrjun janúar.“Önnur nálgun Kennsla á Flateyri hefst 19. september og verða námskeiðin kennd í tveggja vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára við upphaf námsannar geta sótt um. Helena segir markmið skólans vera að bjóða upp á aðra nálgun í námi en þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf, heldur að auðga reynslu ungs fólks svo það eigi auðveldara með að finna sína hillu í lífinu. „Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálfsögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra námsgreina,“ segir Helena. „En það er líka mikil fegurð í því að fólk kemur þarna saman á stað sem er oftast nokkuð afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávarþorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi þarna, og þú hleypur ekki út til að ná þér í caffè latte þegar þér hentar. Þarna neyðist fólk til að vera saman og eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki síður lærdómur að læra að vera í kringum fólk á ólíkum aldri, af ólíkum uppruna og með ólík áhugasvið og auðvitað ólíka færni í mannlegum samskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00 Engin próf í nýjum lýðháskóla Skólinn tekur til starfa haustið 2018. 31. mars 2018 13:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Opnað var fyrir umsóknir til náms í Lýðháskólanum á Flateyri í gær en kennsla hefst þar í haust. Kennt verður á tveimur námsbrautum, en hvor um sig tekur við að hámarki 20 nemendum. Annars vegar er um að ræða námsleið sem byggir á að nýta þær auðlindir sem til eru á svæðinu, í náttúrunni, menningunni og samfélaginu á Flateyri og í nærsveitum. Í náminu er lögð áhersla á færni, þekkingu og verkefni sem miða að því að nemendur verði færari í að ferðast um náttúruna, njóta hennar og nýta sér auðlindir hennar á öruggan og umhverfisvænan máta. Hin námsleiðin byggir á sköpun, hugmyndavinnu og útfærslu í hvers kyns formum. Áhersla er lögð á að nemendur þroskist sem skapandi einstaklingar og að námi loknu hafi að þeir safnað sér færni, verkfærum og tækni til að takast á við krefjandi verkefni í framtíðinni. Helena Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Hún segir viðtökurnar hafa verið frábærar. „Á Vestfjörðum hafa sveitarfélög, stofnanir, ráðherrar og samfélagið allt tekið höndum saman og stutt verkefnið með ráðum og dáð,“ segir Helena. „Svo er áhuginn sem verkefnið sjálft hefur hlotið með ólíkindum. Við sjáum það á Facebook-síðunni okkar að fólk er að deila þessu út um allt. Það er verið að ræða þetta í fermingarveislum og hvaðeina. Þetta er búið að vera í undirbúningi lengi, en í raun og veru fórum við af stað með þetta af alvöru í lok desember og byrjun janúar.“Önnur nálgun Kennsla á Flateyri hefst 19. september og verða námskeiðin kennd í tveggja vikna lotum. Allir sem orðnir eru 18 ára við upphaf námsannar geta sótt um. Helena segir markmið skólans vera að bjóða upp á aðra nálgun í námi en þá hefðbundnu. Áherslan er ekki á próf, heldur að auðga reynslu ungs fólks svo það eigi auðveldara með að finna sína hillu í lífinu. „Fegurðin í lýðháskólanum er að sjálfsögðu falin í víðum skírskotunum ólíkra námsgreina,“ segir Helena. „En það er líka mikil fegurð í því að fólk kemur þarna saman á stað sem er oftast nokkuð afskekktur. Flateyri er 160 manna sjávarþorp. Það er ekki ball á hverju kvöldi þarna, og þú hleypur ekki út til að ná þér í caffè latte þegar þér hentar. Þarna neyðist fólk til að vera saman og eitthvað töfrandi á sér stað. Það er ekki síður lærdómur að læra að vera í kringum fólk á ólíkum aldri, af ólíkum uppruna og með ólík áhugasvið og auðvitað ólíka færni í mannlegum samskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00 Engin próf í nýjum lýðháskóla Skólinn tekur til starfa haustið 2018. 31. mars 2018 13:15 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Engin hefðbundin námskrá verður í nýjum lýðháskóla á Flateyri Eftir mikið undirbúningsstarf fólks í sjálfboðavinnu þá erum við komin á þann stað að við eigum möguleika á að fara af stað með skólann í haust, segir Helena Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. 11. janúar 2018 06:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent