Segir alla umræðu Pírata ganga út á að gera þorpara úr öðrum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. apríl 2018 13:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók upp mál úr skýrslu GRECO varðandi tengsl lögreglunnar og Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að Píratar ættu að verja tíma sínum í annað en að tortryggja andstæðinga. Mynd/samsett Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar. Stj.mál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Pírata harðlega í umræðum um störf þingsins í morgun. Tilefnið var umræða um niðurstöður skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, um varnir gegn spillingu hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds og löggæslu á Íslandi. Kom þar meðal annars fram að lögreglan sé sérlega berskjölduð fyrir áhrifum stjórnmálamanna. „Komið hafi fram hjá rannsóknarnefnd samtakanna að lögreglan eigi sér langa hefð fyrir tengslum við tiltekinn stjórnmálaflokk og að flokksaðild og pólitísk sjónarmið geti stundum haft áhrif á stöðu hennar. Nú held ég að það sé augljóst um hvaða flokk ræðir,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og vísaði þar til Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að í skýrslunni er lagt til að það verði komið á fót miðlægum stofnunum sem fáist við innra eftirlit og rannsóknir á hugsanlegum brotum í starfi lögreglunnar. „Pólitísk afskipti af lögreglustörfum eru algjörlega ólíðandi. Það að það sé einhver pólitískur kúltúr sem stjórni því, stjórni nokkrum sköpuðum hlut innan lögreglunnar, er algjörlega ólíðandi og við eigum ekki nokkurn tímann að leyfa svona orðum að birtast aftur í skýrslu frá GRECO um okkur,“ sagði Helgi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom skömmu síðar í pontu og sagði ræðu Helga Hrafns hluta af óuppbyggilegri orðræðuhefð Pírata. „Ég get upplýst háttvirtan þingmann Helga Hrafn Gunnarsson um að ég teljist eiginlega góðkunningi lögreglunnar. Það er ekki af því að ég er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Brynjar. „Öll pólitísk umræða þeirra [þingmanna Pírata] snýst um að tortryggja aðra, gera þá óheiðarlega, segja að þeir séu spilltir.“ Hann sagði að þingmenn Samfylkingarinnar mættu einnig taka þetta til sín. Heldur ættu þessir þingmenn að verja tíma sínum í að ræða alvöru stjórnmál og um framtíðina. Til dæmis með því að tala um atvinnuvegina og uppbyggingu þeirra. „Nei, það snýst alltaf um það að einhver annar er vondur, óheiðarlegur og svo framvegis. Mönnum verður ekkert ágengt í að auka virðingu þingsins með þessum málflutningi, ekki með því að bæta við fleiri fyrirspurnum og skýrslugerðum til þess að reyna að koma höggi á aðra, og snúa svo út úr öllum upplýsingum. Í guðanna bænum, farið nú að tala um þau góðu verk sem hægt er að framkvæma, það sem vel er gert, gagnrýna málefnalega það sem þið teljið ekki vel gert, en hættið þessu vegna þess að það mun engum árangri skila til lengri tíma,“ sagði Brynjar.
Stj.mál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira