Stúdentaráð gerir titla sína ókynjaða Grétar Þór Sigurðsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs. Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira