Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2018 08:00 Breskir rannsakendur taka sýni af vettvangi í Salisbury. Vísir/AFp Eitrið sem notað var í árásinni á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í mars var einstaklega hreint Novichok-taugaeitur líkt og Bretar hafa haldið fram. Þetta staðfesti Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) í gær. „Niðurstöður greiningar rannsóknarstofa OPCW á umhverfis- og blóðsýnum sem teymi stofnunarinnar safnaði staðfesta fyrri niðurstöður rannsókna Breta á því um hvaða eiturefni er að ræða,“ sagði í samantekt sem OPCW birti. Bretar höfðu beðið stofnunina um að rannsaka sýni af eitrinu. Samkvæmt tilkynningu frá OPCW höfðu Bretar enga aðkomu að rannsókninni sjálfri. Hún hafi farið fram á fjórum aðskildum rannsóknarstofum sem hafi allar skilað sömu niðurstöðu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að nú léki enginn vafi á því hvaða efnavopni var beitt og því væri ekki hægt að útskýra árásina á annan hátt en þann að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að henni. Rússar einir hefðu getuna til þess, ástæðuna fyrir því og sögu sambærilegra árása.Kvótmynd Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFPMeð gagnsæissjónarmið að leiðarljósi, sagði Johnson, báðu Bretar OPCW um að birta samantekt opinberlega og um að senda skýrsluna í heild á öll aðildarríki stofnunarinnar, Rússland þar með talið. Sagði ráðherrann þetta gert þar sem Bretar hefðu ekkert að fela, öndvert við Rússa. Yfirvöld í Moskvu hafa allt frá upphafi málsins sagst saklaus. Ekki var vikið frá þeirri línu í gær. Sagði María Sakarova, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að Rússar höfnuðu niðurstöðum OPCW í málinu alfarið. Þá væri engin ástæða til að trúa öðru en að þetta væri beint framhald herferðar breskra upplýsingastofnana gegn rússneska ríkinu. „Í skýrslunni er ekki að finna neinar upplýsingar um hvernig, af hverjum og í hvaða ástandi þessi sýni voru tekin,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Bætti hún því við að Rússar myndu ekki trúa neinum staðhæfingum um málið fyrr en þeir fengju að hafa beina aðkomu að rannsóknum.Þá ýjaði Sakarova jafnframt að því að Skrípal væri haldið gegn vilja sínum á sjúkrahúsinu í Salisbury. Bretar hefðu algjörlega einangrað hann og enginn hefði fengið að sjá hann í rúman mánuð. Skrípal-málið svokallaða hefur dregið dilk á eftir sér. Fjöldi Vesturlanda hefur vísað rússneskum erindrekum úr landi og þá svöruðu Rússar í sömu mynt. Ljóst er að Vesturlönd standa allflest með Bretum í málinu. „Nú er það undir Rússum komið að svara spurningum okkar og taka þátt í þessu ferli á uppbyggilegan hátt,“ sagði upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Júlía Skrípal er á batavegi en hún fékk að fara heim af sjúkrahúsi á mánudag. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist hún enn þjást af eftirverkunum eitrunarinnar og að faðir hennar væri enn alvarlega veikur. Þá sagðist hún hafa hafnað boði rússneska sendiráðsins um að aðstoða hana. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Eitrið sem notað var í árásinni á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í mars var einstaklega hreint Novichok-taugaeitur líkt og Bretar hafa haldið fram. Þetta staðfesti Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) í gær. „Niðurstöður greiningar rannsóknarstofa OPCW á umhverfis- og blóðsýnum sem teymi stofnunarinnar safnaði staðfesta fyrri niðurstöður rannsókna Breta á því um hvaða eiturefni er að ræða,“ sagði í samantekt sem OPCW birti. Bretar höfðu beðið stofnunina um að rannsaka sýni af eitrinu. Samkvæmt tilkynningu frá OPCW höfðu Bretar enga aðkomu að rannsókninni sjálfri. Hún hafi farið fram á fjórum aðskildum rannsóknarstofum sem hafi allar skilað sömu niðurstöðu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að nú léki enginn vafi á því hvaða efnavopni var beitt og því væri ekki hægt að útskýra árásina á annan hátt en þann að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að henni. Rússar einir hefðu getuna til þess, ástæðuna fyrir því og sögu sambærilegra árása.Kvótmynd Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFPMeð gagnsæissjónarmið að leiðarljósi, sagði Johnson, báðu Bretar OPCW um að birta samantekt opinberlega og um að senda skýrsluna í heild á öll aðildarríki stofnunarinnar, Rússland þar með talið. Sagði ráðherrann þetta gert þar sem Bretar hefðu ekkert að fela, öndvert við Rússa. Yfirvöld í Moskvu hafa allt frá upphafi málsins sagst saklaus. Ekki var vikið frá þeirri línu í gær. Sagði María Sakarova, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að Rússar höfnuðu niðurstöðum OPCW í málinu alfarið. Þá væri engin ástæða til að trúa öðru en að þetta væri beint framhald herferðar breskra upplýsingastofnana gegn rússneska ríkinu. „Í skýrslunni er ekki að finna neinar upplýsingar um hvernig, af hverjum og í hvaða ástandi þessi sýni voru tekin,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Bætti hún því við að Rússar myndu ekki trúa neinum staðhæfingum um málið fyrr en þeir fengju að hafa beina aðkomu að rannsóknum.Þá ýjaði Sakarova jafnframt að því að Skrípal væri haldið gegn vilja sínum á sjúkrahúsinu í Salisbury. Bretar hefðu algjörlega einangrað hann og enginn hefði fengið að sjá hann í rúman mánuð. Skrípal-málið svokallaða hefur dregið dilk á eftir sér. Fjöldi Vesturlanda hefur vísað rússneskum erindrekum úr landi og þá svöruðu Rússar í sömu mynt. Ljóst er að Vesturlönd standa allflest með Bretum í málinu. „Nú er það undir Rússum komið að svara spurningum okkar og taka þátt í þessu ferli á uppbyggilegan hátt,“ sagði upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Júlía Skrípal er á batavegi en hún fékk að fara heim af sjúkrahúsi á mánudag. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist hún enn þjást af eftirverkunum eitrunarinnar og að faðir hennar væri enn alvarlega veikur. Þá sagðist hún hafa hafnað boði rússneska sendiráðsins um að aðstoða hana.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21