GRECO segir lögregluna óvarða gagnvart pólitísku áhrifavaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra, af rannsókn lekamálsins í lögreglustjóratíð Stefáns Eiríkssonar eru öllum kunn. vísir/vilhelm Íslensk löggæsla þykir sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum að mati GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birta í dag niðurstöður úttektar sinnar um æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. „Samkvæmt samtölum okkar við fólk í vettvangsferðinni til Íslands er það sambland nokkurra þátta sem bendir til þessa,“ segir Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO sem kom hingað til lands síðastliðið haust og er einn höfunda skýrslunnar. Esposito vísar í fyrsta lagi til þess að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði kveðnu undir stjórn og háð eftirliti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðarkeðjan innan löggæslunnar ekki lóðrétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki aðeins ríkislögreglustjóri beint undir ráðherra, heldur heyri lögreglustjórar umdæmanna í raun ekki undir ríkislögreglustjóra heldur einnig beint undir ráðherra. Þetta þýði að allir níu lögreglustjórar landsins stýri daglegum löggæslustörfum undir beinni stjórn ráðherra. Við þetta bætist einnig að héraðssaksóknari, sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur einnig skipunarvaldi ráðherra.Gianluca Esposito er sérfræðingur Greco, samtaka ríkja gegn spillingu. Hann ræddi við fjölda manns í vettvangsferð samtakana til Íslands síðastliðið haust.Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu stjórnendur innan lögreglunnar heldur einnig óbreyttir lögreglumenn skipaðir til fimm ára í senn. „Segjum sem svo að ráðherranum líki ekki við einhvern, þá er tiltölulega auðvelt að framlengja ekki ráðningu viðkomandi án þess að ráðherra þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“ segir Esposito og vísar einnig til þess að þrátt fyrir reglur um skipanir í embætti mæli GRECO sérstaklega með því að ráðningar- og skipunarferli innan lögreglunnar verði opnara og gegnsærra, lausar stöður og embætti verði auglýst, hæfniskröfur skýrar og mat á hæfni umsækjenda fari fram eftir gegnsæjum og skýrum reglum. Í þriðja lagi segir Esposito samtökin hafi fundið fyrir þeirri ásýnd fólks í vettvangsferð sinni að sterk og rótgróin tengsl séu milli íslenskra löggæsluyfirvalda og tiltekins stjórnmálaflokks og fyrir því muni vera sögulegar ástæður. „Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“ segir Esposito og bætir við að GRECO hafi einnig orðið áskynja um þau viðhorf innan lögreglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir frama innan löggæslunnar að hafa góð tengsl við eða vera meðlimur í viðkomandi stjórnmálaflokki. Að lokum segir Esposito samtökin hafa fengið upplýsingar og dæmi um tilvik innan lögreglunnar, þar sem þessi hætta á pólitískum afskiptum hafi raungerst með beinum afskiptum ráðherra af störfum lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Lekamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Íslensk löggæsla þykir sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum að mati GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birta í dag niðurstöður úttektar sinnar um æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. „Samkvæmt samtölum okkar við fólk í vettvangsferðinni til Íslands er það sambland nokkurra þátta sem bendir til þessa,“ segir Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO sem kom hingað til lands síðastliðið haust og er einn höfunda skýrslunnar. Esposito vísar í fyrsta lagi til þess að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði kveðnu undir stjórn og háð eftirliti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðarkeðjan innan löggæslunnar ekki lóðrétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki aðeins ríkislögreglustjóri beint undir ráðherra, heldur heyri lögreglustjórar umdæmanna í raun ekki undir ríkislögreglustjóra heldur einnig beint undir ráðherra. Þetta þýði að allir níu lögreglustjórar landsins stýri daglegum löggæslustörfum undir beinni stjórn ráðherra. Við þetta bætist einnig að héraðssaksóknari, sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur einnig skipunarvaldi ráðherra.Gianluca Esposito er sérfræðingur Greco, samtaka ríkja gegn spillingu. Hann ræddi við fjölda manns í vettvangsferð samtakana til Íslands síðastliðið haust.Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu stjórnendur innan lögreglunnar heldur einnig óbreyttir lögreglumenn skipaðir til fimm ára í senn. „Segjum sem svo að ráðherranum líki ekki við einhvern, þá er tiltölulega auðvelt að framlengja ekki ráðningu viðkomandi án þess að ráðherra þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“ segir Esposito og vísar einnig til þess að þrátt fyrir reglur um skipanir í embætti mæli GRECO sérstaklega með því að ráðningar- og skipunarferli innan lögreglunnar verði opnara og gegnsærra, lausar stöður og embætti verði auglýst, hæfniskröfur skýrar og mat á hæfni umsækjenda fari fram eftir gegnsæjum og skýrum reglum. Í þriðja lagi segir Esposito samtökin hafi fundið fyrir þeirri ásýnd fólks í vettvangsferð sinni að sterk og rótgróin tengsl séu milli íslenskra löggæsluyfirvalda og tiltekins stjórnmálaflokks og fyrir því muni vera sögulegar ástæður. „Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“ segir Esposito og bætir við að GRECO hafi einnig orðið áskynja um þau viðhorf innan lögreglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir frama innan löggæslunnar að hafa góð tengsl við eða vera meðlimur í viðkomandi stjórnmálaflokki. Að lokum segir Esposito samtökin hafa fengið upplýsingar og dæmi um tilvik innan lögreglunnar, þar sem þessi hætta á pólitískum afskiptum hafi raungerst með beinum afskiptum ráðherra af störfum lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Lekamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08