Landvernd vill Þingvallaveg í umhverfismat og krefst stöðvunar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Þingvallavegur er fjölfarinn, ekki síst vegna mikillar fjölgunar ferðamanna. Vísir/Vilhelm Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að endurbætur á Þingvallavegi milli þjónustumiðstöðvar og syðri vegamóta við Vallarveg í Bláskógabyggð skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Í kæru Landverndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi og að endurbætur á Þingvallavegi verði stöðvaðar á meðan kærumálið er hjá nefndinni. „Þessi krafa er gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi náttúruspjöll,“ segir í kærunni. „Fyrir liggur að framkvæmdaraðilar eru tilbúnir að hefja verkið á næstu vikum eða mánuðum.“ Í rökstuðningi sínum vísar Landvernd til ýmissa verndarákvæða sem eiga við um svæðið. Svæðið njóti verndar samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og samkvæmt skráningu á Heimsminjaskrá UNESCO. Einnig sé vistkerfi á svæðinu afar viðkvæmt. Jafnframt sé ljóst að áhrif á birkiskóg og eldhraun á svæðinu verði neikvæð, en þessi svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá bendir Landvernd á að í ákvörðun Skipulagsstofnunar komi fram að áhrif á fernar fornleifar verði neikvæð og óafturkræf. Þó séu áhrifin ekki talin breyta einkennum jarðminja í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Skipulagsstofnun segir þrátt fyrir ofangreint að endurbætur á Þingvallavegi séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Landvernd bendir aftur á móti á framangreindar niðurstöður stofnunarinnar sem sýna sannarlega neikvæð umhverfisáhrif. Hvenær verða umhverfisáhrif framkvæmda umtalsverð?“ segir í kærunni. Landvernd telur málið vanreifað og að full ástæða sé til að opna fyrir samráð meðal almennings um framkvæmdina. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að endurbætur á Þingvallavegi milli þjónustumiðstöðvar og syðri vegamóta við Vallarveg í Bláskógabyggð skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Í kæru Landverndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er þess krafist að ákvörðunin verði felld úr gildi og að endurbætur á Þingvallavegi verði stöðvaðar á meðan kærumálið er hjá nefndinni. „Þessi krafa er gerð til að koma í veg fyrir yfirvofandi náttúruspjöll,“ segir í kærunni. „Fyrir liggur að framkvæmdaraðilar eru tilbúnir að hefja verkið á næstu vikum eða mánuðum.“ Í rökstuðningi sínum vísar Landvernd til ýmissa verndarákvæða sem eiga við um svæðið. Svæðið njóti verndar samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og samkvæmt skráningu á Heimsminjaskrá UNESCO. Einnig sé vistkerfi á svæðinu afar viðkvæmt. Jafnframt sé ljóst að áhrif á birkiskóg og eldhraun á svæðinu verði neikvæð, en þessi svæði njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Þá bendir Landvernd á að í ákvörðun Skipulagsstofnunar komi fram að áhrif á fernar fornleifar verði neikvæð og óafturkræf. Þó séu áhrifin ekki talin breyta einkennum jarðminja í þjóðgarðinum á Þingvöllum. „Skipulagsstofnun segir þrátt fyrir ofangreint að endurbætur á Þingvallavegi séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Landvernd bendir aftur á móti á framangreindar niðurstöður stofnunarinnar sem sýna sannarlega neikvæð umhverfisáhrif. Hvenær verða umhverfisáhrif framkvæmda umtalsverð?“ segir í kærunni. Landvernd telur málið vanreifað og að full ástæða sé til að opna fyrir samráð meðal almennings um framkvæmdina.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira