Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 24-27 | Fram í úrslit Einar Sigurvinsson skrifar 11. apríl 2018 19:30 Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram í kvöld. vísir/anton Fram tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil Olís-deildar kvenna eftir sigur á ÍBV í kvöld. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum lauk með þriggja marka sigri gestanna, 24-27. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en gestirnir í Fram leiddu þó lengst af. Á 10. mínútu komst Fram tveimur mörkum yfir, 2-4, og náðu þær að halda því forskoti stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það var ekki fyrr en þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks að ÍBV komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 11-10, eftir gott mark frá Karólínu Bæhrenz. Fram átti í miklum vandræðum með að finna leiðir framhjá Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur sem átti frábæra innkomu í marki ÍBV en var hún með yfir 70 prósent markvörslu í hálfleik. Ragnheiður Júlíusdóttir náði þó að minnka muninn rétt fyrir lok hálfleiksins með fyrsta marki Fram í átta mínútur. ÍBV fór því með eins marks forystu í hálfleikinn, 12-11. Fyrstu mínútur síðari hálfleiksins var jafnræði með liðinum en fljótlega fór Fram að ná stöðugleika í sóknarleik sinn. Fram komst yfir á 38. mínútu leiksins og litu aldrei baka. Þegar 13 mínútur voru eftir að leiknum var Fram komið með fjögurra marka forystu, 17-21, og staðan því orðin virkilega erfið fyrir Eyjakonur. Með öguðum sóknarleik og öflugri vörn sá Fram leikinn til endaði og vann að lokum þriggja marka sigur. Fram vinnur einvígið við ÍBV því með þremur sigrum á móti einum. Fram mun annað hvort mæta Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Af hverju vann Fram leikinn? Fram mætti sterkari til leiks í síðari hálfleikinn. Þær spiluðu virkilega góðan sóknarleik og sterkan varnarleik sem Eyjakonur áttu í erfiðleikum með að finna svör við. Fram og ÍBV hafa mæst átta sinnum á tímabilinu og var sigur Fram í kvöld sá sjöundi í röðinni. Það er sennilega óhætt að fullyrða að Fram sé einfaldlega með sterkara lið í dag en ÍBV.Hverjar stóðu upp úr? Að venju var Ragnheiður Júlíusdóttir frábær í liði Fram og skoraði níu mörk, þar af þó nokkur úr erfiðum skotum fyrir utan. Karen Knútsdóttir átti einnig mjög góðan leik og skoraði átta mörk. Hún lítur út fyrir að vera orðin fullfrísk af þeim meiðslum sem höfðu verið að hrjá hana allt tímabilið og er það ekkert lítill liðstyrkur fyrir Fram á lokametrunum. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti mjög fínan dag í marki ÍBV en í liði heimamanna var Sandra Erlingsdóttir atkvæðamest með sex mörk.Hvað gekk illa? Heppnin var ekki með ÍBV í dag. Þær hefðu auðveldlega getað farið með meira forskot inn í hálfleikinn en fóru of oft illa með færin sín. Þær voru einnig með of mikið að töpuðum boltum á mikilvægum augnablikum leiksins.Hvað gerist næst? Eyjakonur er komnar í sumarfrí á meðan Fram fer á fullt að undirbúa sig fyrir úrslitaviðureignina. Fyrsti leikur hennar fer fram á þriðjudaginn næsta, 17. apríl. Þar mun Fram annað hvort mæta Haukum eða Val, en Haukar hafa tækifæri til að tryggja sig áfram með sigri á Val á morgun. Stefán: Ekki verið svona ánægður síðan ég var með hárStefán Arnarson er þjálfari Fram.Vísir/Eyþór„Varnarleikurinn skóp sigurinn í dag. Svo í seinni hálfleik fórum við að spila okkar leik og þá var þetta auðveldara. Við áttum svolítið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, við vorum allt of hægar. Það var síðan Framliðið sem ég þekki sem kom í seinni hálfleikinn, þess vegna unnum við, finnst mér, sanngjarnan sigur hér í dag,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, í leikslok. Fram mun annað hvort mæta Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu. Aðspurður að því hvoru liðinu hann væri frekar til í að mæta átti Stefán ekki í miklum vandræðum með að velja á milli. „Það hlýtur að vera Valur. Við höfum alltaf tapað fyrir Haukum, þannig að við viljum fá Val.“ Nú tekur við undirbúningur fyrir úrslitaviðureignina en hún leggst gífurlega vel í Stefán. „Ég hef ekki verið svona ánægður með að komast í úrslitakeppni síðan ég var með hár,“ sagði sáttur Stefán Arnarson að lokum. Steinunn: Vorum að fá auðveldari mörk en þærSteinunn Björnsdóttir sópaði að sér titlunum á síðustu leiktíð.vísir/eyþór„Ég held að þetta hafi unnist á smá heppni. Mér fannst við keyra vel á þær í dag. Við náðum að keyra vel á þær í seinni hálfleik sem við höfum ekki verið að gera í síðustu leikjum. Mér fannst það fara með leikinn, við vorum að fá auðveldari mörk en þær,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram í leikslok. Fram var að spila virkilega öflugan varnarleik sem ÍBV átti á löngum köflum í miklum vandræðum með að leysa. Steinunn segir að liðið hafi lagt sérstaka áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn dag. „Við reynum alltaf að leggja það upp í leikjum að spila góða vörn og Guðrún var náttúrlega frábær fyrir aftan. Við fengum samt á okkur 12 mörk í fyrri hálfleik, mér fannst það aðeins of mikið. Við vorum staðráðnar í að gera betur í seinni hálfleik og mér fannst við gera það,“ sagði Steinunn að lokum. Hrafnhildur: Stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinniHrafnhildur Skúladóttir.vísir/anton brink„Bara mjög leiðinlegt. Nú er bara að vera í fýlu í mánuð,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, en hún var hreint ekki sátt eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Við spilum frábæran fyrri hálfleik og lítum bara virkilega vel út. Seinni hálfleikur, ég veit það ekki, við urðum minna áreiðanlegar en við vorum í fyrri hálfleik.“ Hrafnhildur er ekki þekkt fyrir að kvarta yfir dómurum leikja í vetur en í kvöld gat hún ekki setið á sér. „Mér fannst dómgæslan halla virkilega á okkur í þessum leik. Við erum að fá tvær mínútur fyrir brot sem þær eru stöðugt með og ekki litið við. Við erum reknar tvisvar eða þrisvar útaf fyrir það, en ekki þær.“ „Þær tóku svona fimmtán sinnum skref í leiknum. En ég meina, stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinni, það er bara þannig. Á meðan fengum við á okkur skref, í eina skiptið sem við tókum skref í leiknum. Þannig að mér fannst virkilega halla á okkur í dag. „Ég nenni örugglega ekki að horfa á þennan leik aftur en ef ég myndi gera það gæti ég örugglega klippt til alveg fullt af atriðum.“ ÍBV var að spila öflugan varnaleik stærstan hluta leiksins en það fór að halla undan honum síðasta korterið. Aðspurð hvort leikurinn hafa tapast á síðustu fimmtán mínútum var Hrafnhildur ekki viss. „Já örugglega, eða ég bara veit það ekki. Þetta er eiginlega bara allt í þoku. Ég get ekki hugsað eða talað eða neitt. Ég er bara ógeðslega fúl,“ sagði Hrafnhildur að lokum, að vonum vonsvikin með að vera komin í sumarfrí. Olís-deild kvenna
Fram tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil Olís-deildar kvenna eftir sigur á ÍBV í kvöld. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum lauk með þriggja marka sigri gestanna, 24-27. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en gestirnir í Fram leiddu þó lengst af. Á 10. mínútu komst Fram tveimur mörkum yfir, 2-4, og náðu þær að halda því forskoti stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Það var ekki fyrr en þegar fjórar mínútur voru til hálfleiks að ÍBV komst yfir í fyrsta sinn í leiknum, 11-10, eftir gott mark frá Karólínu Bæhrenz. Fram átti í miklum vandræðum með að finna leiðir framhjá Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur sem átti frábæra innkomu í marki ÍBV en var hún með yfir 70 prósent markvörslu í hálfleik. Ragnheiður Júlíusdóttir náði þó að minnka muninn rétt fyrir lok hálfleiksins með fyrsta marki Fram í átta mínútur. ÍBV fór því með eins marks forystu í hálfleikinn, 12-11. Fyrstu mínútur síðari hálfleiksins var jafnræði með liðinum en fljótlega fór Fram að ná stöðugleika í sóknarleik sinn. Fram komst yfir á 38. mínútu leiksins og litu aldrei baka. Þegar 13 mínútur voru eftir að leiknum var Fram komið með fjögurra marka forystu, 17-21, og staðan því orðin virkilega erfið fyrir Eyjakonur. Með öguðum sóknarleik og öflugri vörn sá Fram leikinn til endaði og vann að lokum þriggja marka sigur. Fram vinnur einvígið við ÍBV því með þremur sigrum á móti einum. Fram mun annað hvort mæta Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Af hverju vann Fram leikinn? Fram mætti sterkari til leiks í síðari hálfleikinn. Þær spiluðu virkilega góðan sóknarleik og sterkan varnarleik sem Eyjakonur áttu í erfiðleikum með að finna svör við. Fram og ÍBV hafa mæst átta sinnum á tímabilinu og var sigur Fram í kvöld sá sjöundi í röðinni. Það er sennilega óhætt að fullyrða að Fram sé einfaldlega með sterkara lið í dag en ÍBV.Hverjar stóðu upp úr? Að venju var Ragnheiður Júlíusdóttir frábær í liði Fram og skoraði níu mörk, þar af þó nokkur úr erfiðum skotum fyrir utan. Karen Knútsdóttir átti einnig mjög góðan leik og skoraði átta mörk. Hún lítur út fyrir að vera orðin fullfrísk af þeim meiðslum sem höfðu verið að hrjá hana allt tímabilið og er það ekkert lítill liðstyrkur fyrir Fram á lokametrunum. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti mjög fínan dag í marki ÍBV en í liði heimamanna var Sandra Erlingsdóttir atkvæðamest með sex mörk.Hvað gekk illa? Heppnin var ekki með ÍBV í dag. Þær hefðu auðveldlega getað farið með meira forskot inn í hálfleikinn en fóru of oft illa með færin sín. Þær voru einnig með of mikið að töpuðum boltum á mikilvægum augnablikum leiksins.Hvað gerist næst? Eyjakonur er komnar í sumarfrí á meðan Fram fer á fullt að undirbúa sig fyrir úrslitaviðureignina. Fyrsti leikur hennar fer fram á þriðjudaginn næsta, 17. apríl. Þar mun Fram annað hvort mæta Haukum eða Val, en Haukar hafa tækifæri til að tryggja sig áfram með sigri á Val á morgun. Stefán: Ekki verið svona ánægður síðan ég var með hárStefán Arnarson er þjálfari Fram.Vísir/Eyþór„Varnarleikurinn skóp sigurinn í dag. Svo í seinni hálfleik fórum við að spila okkar leik og þá var þetta auðveldara. Við áttum svolítið erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik, við vorum allt of hægar. Það var síðan Framliðið sem ég þekki sem kom í seinni hálfleikinn, þess vegna unnum við, finnst mér, sanngjarnan sigur hér í dag,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, í leikslok. Fram mun annað hvort mæta Haukum eða Val í úrslitaeinvíginu. Aðspurður að því hvoru liðinu hann væri frekar til í að mæta átti Stefán ekki í miklum vandræðum með að velja á milli. „Það hlýtur að vera Valur. Við höfum alltaf tapað fyrir Haukum, þannig að við viljum fá Val.“ Nú tekur við undirbúningur fyrir úrslitaviðureignina en hún leggst gífurlega vel í Stefán. „Ég hef ekki verið svona ánægður með að komast í úrslitakeppni síðan ég var með hár,“ sagði sáttur Stefán Arnarson að lokum. Steinunn: Vorum að fá auðveldari mörk en þærSteinunn Björnsdóttir sópaði að sér titlunum á síðustu leiktíð.vísir/eyþór„Ég held að þetta hafi unnist á smá heppni. Mér fannst við keyra vel á þær í dag. Við náðum að keyra vel á þær í seinni hálfleik sem við höfum ekki verið að gera í síðustu leikjum. Mér fannst það fara með leikinn, við vorum að fá auðveldari mörk en þær,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram í leikslok. Fram var að spila virkilega öflugan varnarleik sem ÍBV átti á löngum köflum í miklum vandræðum með að leysa. Steinunn segir að liðið hafi lagt sérstaka áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn dag. „Við reynum alltaf að leggja það upp í leikjum að spila góða vörn og Guðrún var náttúrlega frábær fyrir aftan. Við fengum samt á okkur 12 mörk í fyrri hálfleik, mér fannst það aðeins of mikið. Við vorum staðráðnar í að gera betur í seinni hálfleik og mér fannst við gera það,“ sagði Steinunn að lokum. Hrafnhildur: Stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinniHrafnhildur Skúladóttir.vísir/anton brink„Bara mjög leiðinlegt. Nú er bara að vera í fýlu í mánuð,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, en hún var hreint ekki sátt eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Við spilum frábæran fyrri hálfleik og lítum bara virkilega vel út. Seinni hálfleikur, ég veit það ekki, við urðum minna áreiðanlegar en við vorum í fyrri hálfleik.“ Hrafnhildur er ekki þekkt fyrir að kvarta yfir dómurum leikja í vetur en í kvöld gat hún ekki setið á sér. „Mér fannst dómgæslan halla virkilega á okkur í þessum leik. Við erum að fá tvær mínútur fyrir brot sem þær eru stöðugt með og ekki litið við. Við erum reknar tvisvar eða þrisvar útaf fyrir það, en ekki þær.“ „Þær tóku svona fimmtán sinnum skref í leiknum. En ég meina, stóru nöfnin fá að taka fleiri skref í deildinni, það er bara þannig. Á meðan fengum við á okkur skref, í eina skiptið sem við tókum skref í leiknum. Þannig að mér fannst virkilega halla á okkur í dag. „Ég nenni örugglega ekki að horfa á þennan leik aftur en ef ég myndi gera það gæti ég örugglega klippt til alveg fullt af atriðum.“ ÍBV var að spila öflugan varnaleik stærstan hluta leiksins en það fór að halla undan honum síðasta korterið. Aðspurð hvort leikurinn hafa tapast á síðustu fimmtán mínútum var Hrafnhildur ekki viss. „Já örugglega, eða ég bara veit það ekki. Þetta er eiginlega bara allt í þoku. Ég get ekki hugsað eða talað eða neitt. Ég er bara ógeðslega fúl,“ sagði Hrafnhildur að lokum, að vonum vonsvikin með að vera komin í sumarfrí.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti