Á annan tug milljarða í neðanjarðarhagkefinu vegna Airbnb Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 11:45 Airbnb-gisting í Reykjavík er umsvifamikil. vísir/anton brink Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“ Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Vöxtur í gistiþjónustu á Íslandi er að stórum hluta drifinn áfam af AirBnB sem að mestum hluta fer fram í neðanjarðarhagkerfinu og skilar því ekki sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga. Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að ferðaþjónustan á Íslandi hefði ekki náð að vaxa án tilkomu útleigu íbúða í AirBnB.Íslandsbanki kynnti ítarlega skýrslu um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi í Perlunni í morgun. í henni kemur fram að gjaldeyristekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni verði um 570 milljarðar króna á þessu ári. Ísland sé dýrasti ferðamannastaður heims og vöxtur AirBnb hafi verið ævintýralegur á síðasta ári, eða 109 prósent frá árinu á undan. Þá voru tekjur af útleigu þar þrisvar sinnum meiri en allra gistiheimila í landinu og um fjórðungur allrar gistiþjónustu í landinu. Langstærstur hluti ferðamanna á Íslandi kemur frá Bandaríkjunum og þeir eyða líka mest allra ferðamanna samkvæmt skýrslunni, en verðlag á Íslandi sé að meðaltali 28 prósentum hærra en á hinum Norðurlöndunum. Elvar Orri Hreinsson sérfræðingur hjá Samskiptum og greiningu sem vann skýrsluna fyrir Íslandsbanka segir veltu Airbnb í fyrra hafa verið í kringum 20 milljarðar króna og tekjuvöxturinn verði sennilega um tíu prósent á þessu ári. Hótelin hafi ekki náð að auka framboð sitt í takti við fjölgun ferðamanna á undanförnum árum. „Þá myndast auðvitað ákveðin umframeftirspurn og þar hefur Airbnb stokkið inn og gripið þessa umframeftirspurn og þannig í rauninni gert okkur kleift að taka á móti öllum þessa fjölda ferðamanna. Í ljósi tölfræðinnar leyfi ég mér að fullyrða það að það hefði nánast verið ómögulegt ef ekki hefði fyrir tilkomu Airbnb inn á þennan markað. Þannig á Airbnb ríkan þátt í þeirri velmegun sem ferðaþjónustan hefur skapað á undanförnum árum,“ segir Elvar Orri.Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.Elvar segir nýtinguna á hótelum landsins ekki hafa verið að minnka en hún hafi aukist misjafnlega eftir landshlutum. Hún sé mjög há á höfuðborgarsvæðinu en hafi vaxið meira á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þá hafi AirBnB einnig vaxið hratt á landsbyggðinni en gögn nái allt aftur til 2015. Í raun hafi vöxtur AirBnB á landsbyggðinni drifið vöxtin í ferðaþjónustunni undanfarin misseri og þar með hjálpað við að dreifa ferðamönnum um landið. Í skýrslunni er framboð AirBnB á Ísandi í heild sinni skoðað en ekki einungs þær íbúðir sem skráðar hafa verið af eigendum hjá hinu opinbera. Elvar Orri segir þessi gögn þurfi að fá hjá sýslumönnum en þegar hann hafi skoðað þetta hlutfall síðast hafi innan við tíu prósent íbúða í AirBnB verið skráðar. „Það er augljóst að eftirfylgni með lögum og reglum hvað þessa starfsemi varðar að hún er ófullnægjandi, svo ekki sé sterkara til orða tekið. Það er í raun svolítið vægt til orða tekið þar sem að augljóslega er þetta allt of lágt hlutfall miðað við vægi þessarar starfsemi hér á landi.Má þá draga þá ályktun af stór hluti af þessum tekjum sem fást með útleigu Airbnb sé á svörtum markaði og jafnvel ekki gefnar upp?„Það má svo sannarlega draga þá ályktun, já.“Þannig að þetta er stór og mikil svört starfsemi?„Já.“
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17
Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja 11. apríl 2018 11:20