Skagamenn fá að ráða örlögum strompsins Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 22:00 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “ Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “
Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira