Gregg Ryder er hættur sem þjálfari Þróttar í Inkasso-deildinni en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins. Þetta eru óvænt tíðindi enda styttist í að Íslandsmótið verði flautað á.
„Stjórn knattspyrnudeildar Þróttar og Gregg Ryder hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag. Ástæða starfslokanna er faglegur ágreiningur sem ekki tókst að leysa úr,” segir í tilkynningu Þróttar.
Gregg hefur hefur verið þjálfari Þróttar undanfarin fjögur ár en hann þjálfaði liðið meðal annars þegar liðið spilaði í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum.
Á síðasta ári endaði Þróttur í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Keflavík sem lenti í öðru sæti og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni, en Gregg vildi styrkja liðið í vetur. Lítið hefur þó gerst á markaðnum en nú leita Þróttarar að nýjum þjálfara.
Innan við mánuður er þangað til flautað verður til leiks í Inkasso-deildinni en Þróttur mætir Njarðvík 5. apríl á Suðurnesjunum.
Gregg hættur hjá Þrótti vegna „faglegs ágreinings“
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




