Minnst níu tóku upp símann á 30 mínútum á rauðu ljósi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2018 20:00 Kristófer Sæmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Baldur Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Umferðarlagabrotum vegna hraðaksturs fjölgar með hækkandi sól og notkun farsíma er gríðarlega algeng meðal ökumanna að sögn lögregluvarðstjóra. Á aðeins þrjátíu mínútna tímabili gómaði fréttastofa níu ökumenn í símanum undir stýri við ein gatnamót í dag. Yfir 1300 umferðarlagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði og hafa þau ekki verið fleiri síðan í janúar 2016. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að hraðamyndavél var sett í gagnið á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Og það kostar sitt að keyra of hratt en um mánaðamótin hækka sektir við umferðarlagabrotum umtalsvert sem var tímabært að sögn Kristófers Sæmundsson, varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þannig hækkar sekt fyrir hraðaakstur upp í allt að 240.000 krónur. Þá tvöfaldast fjárhæð sektar fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, nota ekki öryggisbelti, og þegar biðskylda er virt að vettugi. Þá hækkar sektir fyrir notkun nagladekkja utan tímabils umtalsvert, sem og sekt við notkun farsíma undir stýri. Listinn er ekki tæmandi. Listinn er ekki tæmandi.Vísir/Gvendur„Þetta hefur ekki bitið mikið, enda sér maður það að það er gríðarleg notkun farsíma, enda fer hún upp í 40 þúsund,“ segir Kristófer. Fréttastofa fylgdist með notkun farsíma sama sjónarhorninu á umræddum gatnamótum í um hálfa klukkustund í dag og taldi aðeins þá sem tóku upp símann meðan þeir biðu á rauðu ljósi. Á þeim skamma tíma komum við auga á níu ökumenn sem bersýnilega voru í símanum. Ætla má að þeir hafi verið miklu fleiri sem óku hjá. Á þessum stutta tíma hefði verið hægt að sekta bílstjórana níu fyrir sem nemur 45 þúsund krónum miðað við fjárhæð sekta nú. Eftir mánaðarmót hefði fjárhæð sektanna þó alls numið 360 þúsund krónum. 25% afsláttur er þó veittur ef sektin er greidd innan eins mánaðar. Kristófer segir ökumenn almennt bregðast vel við ef þeir eru gripnir í símanum við akstur. „Fólk það veit upp á sig skömmina þannig það er ekki að rífast mikið,“ segir Kristófer.Ætla má að miklu fleiri hafi verið í símanum sem óku hjá.Vísir/Gvendur
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira