Tilraunasvæði Norður-Kóreu lokað í maí Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 08:19 Kim Jong Un ætlar að bjóða blaðamönnum og vopnasérfræðingum til landsins í næsta mánuði. Vísir/afp Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Kim Jong Un hefur ákveðið að loka kjarnavopnatilraunasvæði Norður-Kóreu strax í næsta mánuði. Hann ætlar jafnframt að bjóða bandarískum vopnasérfræðingum og blaðamönnum að koma til landsins til að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðingu landsins. Yoon Young-chan, fjölmiðlafulltrúi Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu sagði að Kim Jong Un hefði sagt að það væri engin ástæða til eiga kjarnorkuvopn ef gagnkvæmt traust kæmist á í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Þjóðarleiðtogarnir skyldu efla traust sín á milli með því að hittast á reglulegum fundum. „Þrátt fyrir að hafa óbeit á Norður – Kóreu verður Bandaríkjunum það ljóst þegar samningaviðræður hefjast að ég er ekki þess háttar manneskja sem gæti beitt kjarnorkuvopnum hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin,“ er haft eftir leiðtoga Norður-Kóreu. Á sáttarfundi Kims Jong un og Moon Jae- in, forseta Suður-Kóreu, sem fór fram um helgina, voru þau heit strengd að Kóreuskaginn skyldi afkjarnorkuvæddur með öllu. Fréttastofa Reuters tekur þó fram að þrátt fyrir fögur fyrirheit hafi engin aðgerðaráætlun verið gerð til að tryggja að ríkin tvö nái settum markmiðum. Þetta var í fyrsta skiptið í ellefu ár sem leiðtogar ríkjanna tveggja hittast á fundi sem þykir vendipunktur í milliríkjasamskiptum. Á fundinum var sammælst um að koma á varanlegum friði. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og Kim Jong Un hittist á fundi áður en langt um líður. Hvorki liggur fyrir hvenær sá fundur mun eiga sér stað né hvar hann verður haldinn.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42 Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en munu eiga erfitt með að mynda meirihluta Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Norður-Kóreumenn fagna „sögulegum“ fundi Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir fundinn vera vendipunkt fyrir Kóreuskagann. 28. apríl 2018 20:42
Kóreuleiðtogarnir stefna á algera afkjarnorkuvæðingu eftir sögulegan fund Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu vilja binda formlegan enda á stríðið. Vopnahlé var gert árið 1953 en formlega séð eiga ríkin enn í stríði. 27. apríl 2018 10:18