Pétur og Arnar verða áfram á Króknum | „Fór heitur í viðtal og missti þetta út úr mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:10 Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í kvöld vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Sjá meira
Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00
Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30