Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 21:35 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason ráðherra á fund nefndarinnar. Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“ Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“
Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10