Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 08:32 Donald Trump og Kim Jong Un eiga fyrir höndum einn mikilvægasta fund frá Kalda stríðinu sjálfu að sögn Reuters. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Norður-Kórea Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP
Norður-Kórea Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira