Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 08:32 Donald Trump og Kim Jong Un eiga fyrir höndum einn mikilvægasta fund frá Kalda stríðinu sjálfu að sögn Reuters. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú af öllum mætti að safna nægum upplýsingum um Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, til að veita Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, forskot í fyrirhuguðum viðræðum þeirra.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að fundur þessara tveggja leiðtoga sé einn sá allra mikilvægasti frá Kalda stríðinu. Það sem kemur hins vegar fram í umfjöllun Reuters er að það hefur reynst leyniþjónustunni í Bandaríkjunum erfitt að átta sig á Kim Jong Un því fáir viti mikið um hann.Reuters segir langa hefð fyrir þessu í Bandaríkjunum, að útvega forsetunum skýrslur um allt sem þeir þurfa að vita um erlenda leiðtoga til að ná forskoti gagnvart þeim.Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.Nordicphotos/AFP„Klár gaur“ Þegar kemur að Kim Jong Un þurfa þeir að mestu að reiða sig á stjórnanda bandarísku leyniþjónustunnar, Mike Pompeo, sem var sá fyrsti úr stjórn Donalds Trump til að hitta Kim Jong Un. Sá fundur átti sér stað fyrir nokkrum vikum en þegar Pompeo sneri aftur frá Pyongyang, höfuðborg Norður Kóreu, sagði hann Kim Jong Un vera „kláran gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Trump. Þá hefur leyniþjónustan einnig safnað upplýsingum frá fyrrverandi körfuknattleiksmanninum Dennis Rodman, fyrrverandi bekkjarfélaga Kim í Sviss og frá suður kóreskum sendinefndum. Þegar Kim tók við Norður Kóreu fyrir sjö árum taldi bandaríska leyniþjónustan að hann yrði ekki lengi við völd. Reuters segir að sú spá hafi breyst og nú sé litið á Kim sem skarpan en vægðarlausan stjórnanda.Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.Vísir/AFPÓvæntur kúrs kom á óvart Það kom til að mynda bandarískum sérfræðingum á óvart hversu fimlega Kim skipti um kúrs, eða frá því að ætla kjarnorkuvopnavæða Norður Kóreu yfir í nærgætnari nálgun til að ná sáttum við vesturlönd.Reuters segir sérfræðinga telja Kim vera í raun mun skynsamari en fólk geri sér almennt grein fyrir og fjarri því að vera vitleysingur, eins og Trump lýsti honum eitt sinn. Í grein Reuters er Kim sagður þrá alþjóðlega virðingu en aðalmarkmið hans sé að tryggja framtíð Norður Kóreu og varðveita arfleið fjölskyldu hans.Mike Pompeo er háttsettasti bandaríski embættistmaður sem fundað hefur með stjórnvöldum í Norður-Kóreu í háa herrans tíð.Vísir/GettyVægðarlaus en heillandi Hann er sagður vægðarlaus að því leyti að hann lét taka ættingja sína af lífi, er sagður frekar heillandi líkt og afi sinn, Kim Il Sung, á meðan faðir hans, Kim Jong Il var frekar feiminn þegar kom að sviðsljósi. Sérfræðingarnir telja Kim afar umhugað um álit alþjóðasamfélagsins á honum, og þess vegna hafi hann meðal annars sent systur sína á Vetrarólympíuleikana í Suður Kóreu og leyft suður kóreskri sendinefnd að hitta eiginkonu sína í mars síðastliðnum. Upplýsingasöfnunin er sögð eiga eftir að reynast bandarísku leyniþjónustunni erfið og munu því fylgjast ítarlega með fundi Kim Jong Un og forseta Suður Kóreu á morgun.Reuters bendir á annað vandamál sem bandaríska leyniþjónustan stendur frammi fyrir, en það er hversu mikið af upplýsingum á að veita Trump sem er sagður hafa litla þolinmæði fyrir löngum fundum og skýrslum. Þá vilja þeir einnig reyna að sannfæra Trump um að treysta ekki eingöngu á innsæi sitt þegar kemur að samskiptum sínum við Kim Jong Un. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP
Norður-Kórea Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira