Ætlaði að verða sjómaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 08:45 Sveinn kom heim til að syngja með Karlakór Reykjavíkur en næst fer kórinn út til hans til Austurríkis. Vísir/eyþór „Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira