Óvænt sorg Kim Jong-un Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 05:59 Leiðtoginn sést hér heimsækja slasaða. Vísir/AFp Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins, sé í sárum vegna rútuslyss sem varð í landinu á sunnudag. Í rútunni voru kínverskir ferðamenn í bland við heimamenn. Alls biðu 37 bana þegar rútan ók fram af brú í suðurhluta landsins. Það telst til stórtíðinda þegar fjölmiðlar Norður-Kóreu flytja neikvæðar innlendar fréttir - og það að sjálfur leiðtogi ríkisins tjái sig um slíkar fregnir er enn fátíðara. „[Kim] segir að þetta óvænta slys hafi fyllt hjarta hans af djúpri sorg,“ er haft eftir fréttaþul KNCA, norður-kóreska ríkissjónvarpsins, á vef BBC. „Hann gat ekki haldið aftur af sorg sinni þegar hann hugsaði til syrgjandi fjölskyldanna sem misstu ættingja sína.“ Á myndskeiði sem birtist í ríkissjónvarpinu mátti sjá Kim heimsækja eftirlifendur á sjúkrahúsi og sagði fréttamaðurinn að leiðtoginn hafi viljað kynna sér hvernig meðferð þeirra gengi. Þá heimsótti Kim einnig kínverska sendiráðið í Pjongjang þar sem hann vottaði sendiherra landsins samúð norður-kóresku þjóðarinnar. Ætla má að þessa óvæntu, djúpstæðu sorg leiðtogans megi rekja til þess að 33 kínverskir ferðamenn létu lífið í slysinu. Kínverjar virðast vera einu opinberu stuðningsmenn norður-kóreskra stjórnvalda á þessum umbrotatímum í utanríkismálum hins einangraða ríkisins. Þá eru Kínverjar um 80% allra ferðamanna sem sækja Norður-Kóreu heim. Því telja fréttaskýrendur að fréttaflutningurinn af slysinu og sorg leiðtogans sé tilraun Kim til að verja ímynd Norður-Kóreu í augum Kínverja. Fyrsta opinbera heimsókn Kim var jafnframt til Kína, sem hann sótti heim fyrr á þessu ári.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17 Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Kim Jong-un djúpt snortinn yfir suður-kóreskum söngatriðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var í áhorfendasalnum þegar söngvarar frá Suður-Kóreu stigu á svið í Pyongyang. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðtogi norðursins mætir á viðburð sem haldinn er af suður-kóreskum listamönnum. 2. apríl 2018 11:17
Kim heitir afvopnun í Kínaheimsókn Fyrsta heimsókn einræðisherra Norður-Kóreu var til Kína. Kim sagði ástandið á Kóreuskaga fara batnandi. Sagður koma sér fyrir undir verndarvæng Kínverja. Kínverjar segja fundinn marka kaflaskil. 29. mars 2018 10:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent