Í hádeginu borðaði Brown með rithöfundunum Yrsu Sigurðardóttur og Ragnari Jónassyni. Samkvæmt heimildum Vísis ræddu þau um bókmenntir og fór mjög vel á með þeim. Brown hafði ekki lesið bækur Yrsu og Ragnars en höfundarnir skiptust á árituðum eintökum á bókum sínum í hádegisverðinum í dag.

Á morgun fer Brown út á land í gönguferð með góðum vini en mikil leynd liggur yfir því hvert ferðinni er heitið. Brown hafði lengi látið sig dreyma um að heimsækja Íslands og mun dvelja á landinu í nokkra daga.