„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:45 Teikning úr dómsal. Peter Madsen snýr baki í teiknarann. Vísir/AFP Réttarhöld yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hófust að nýju í dag. Um er að ræða síðasta dag réttarhaldanna áður en dómur verður kveðinn upp í málinu. Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt Wall á hryllilegan hátt. Eins og áður verður stuðst við beina textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, frá réttarhöldunum. Einbeittur brotavilji og hárnákvæmt skipulag Saksóknari, Jakop Buch-Jepsen, flutti málið við réttarhöldin í dag. Hann sagði að fyrir það fyrsta benti ekkert til annars en að Madsen væri sekur. „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka,“ sagði saksóknari en lík Kim Wall fannst sundurlimað skömmu eftir að Madsen bauð henni út í kafbát sinn að kvöldi 10. ágúst árið 2017.Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Saksóknari taldi það fullkomlega ljóst að Madsen hefði myrt Kim Wall og að ástæðan að baki verknaðinum væri kynferðisleg. Madsen hafi framkvæmt voðaverkið viljandi og farið eftir hárnákvæmri, og fyrirfram skipulagðri, áætlun. Þá velti saksóknari því fyrir sér af hverju Madsen hafi skilið muni í eigu Wall, nærbuxur, hárspennur og glósubók, eftir í kafbátnum. Taldi saksóknari líklegast að Madsen hafi viljað halda eftir „verðlaunagrip“ eða nota munina til að koma fyrir fölskum sönnunargögnum fjarri kafbátnum. Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Vísir/AFP „Sjúklegur lygari“ Buch-Jepsen sagði framburð Madsens auk þess hafa verið ótrúverðugan frá upphafi. Þá hafi mat geðlæknis staðfest að Madsen væri „sjúklegur lygari.“ „Þetta var ein lygin á fætur annarri. Lygi, og undir það tekur umsögn geðlæknis, þar sem segir að hann sé sjúklegur lygari.“ Saksóknari minnti einnig á að Madsen hafi breytt framburði sínum ítrekað eftir því sem leið á rannsókn málsins. Madsen sagðist fyrst hafa skilið við Kim Wall á lífi við Refshaleoen að kvöldi 10. ágúst. Daginn eftir sagði hann að Wall hefði fengið hlera í höfuðið og dáið við höggið og að því búnu hafi hann hent líki hennar í sjóinn. Í október breytti hann aftur framburði sínum og sagði Wall hafa látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. „Ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem er jafn ótrúverðugt og framburður Peters Madsens,“ sagði saksóknari. Hann vildi einnig meina að vel gæti verið að Wall hefði verið á lífi langt fram eftir nóttu en Madsen heldur því fram að hún hafi látist um klukkan 23 að kvöldi 10. ágúst. Óhugnanleg myndbönd endurspeglast í áverkum á líki Kim Wall Þá hefur „afbrigðileg kynhegðun“ Madsen ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari til að mynda ótrúlega samsvörun milli klámfenginna og ofbeldisfullra myndbanda, sem Madsen hafði horft á og sýnt öðrum, og áverkanna sem Kim Wall hlaut. Þá vísaði saksóknari líka til SMS-skilaboða, sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Í þeim virðast Madsen og konan skipulegga einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli og skrifaði Madsen m.a. til konunnar að hann hygðist „binda hana fasta og stinga á hol með grillteini.“ Saksóknari fór að síðustu fram á að Madsen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagði lífstíðardóm grundvellast á því að ástæður að baki morðinu hafi verið kynferðislegar auk þess sem aðstæður hafi verið með eindæmum hryllilegar. Þar vísaði hann til þess að Madsen bútaði lík Wall niður og fleygði því í sjóinn. Hann hafi viljað komast upp með „hið fullkomna morð.“ Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Réttarhöld yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hófust að nýju í dag. Um er að ræða síðasta dag réttarhaldanna áður en dómur verður kveðinn upp í málinu. Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt Wall á hryllilegan hátt. Eins og áður verður stuðst við beina textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, frá réttarhöldunum. Einbeittur brotavilji og hárnákvæmt skipulag Saksóknari, Jakop Buch-Jepsen, flutti málið við réttarhöldin í dag. Hann sagði að fyrir það fyrsta benti ekkert til annars en að Madsen væri sekur. „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka,“ sagði saksóknari en lík Kim Wall fannst sundurlimað skömmu eftir að Madsen bauð henni út í kafbát sinn að kvöldi 10. ágúst árið 2017.Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Saksóknari taldi það fullkomlega ljóst að Madsen hefði myrt Kim Wall og að ástæðan að baki verknaðinum væri kynferðisleg. Madsen hafi framkvæmt voðaverkið viljandi og farið eftir hárnákvæmri, og fyrirfram skipulagðri, áætlun. Þá velti saksóknari því fyrir sér af hverju Madsen hafi skilið muni í eigu Wall, nærbuxur, hárspennur og glósubók, eftir í kafbátnum. Taldi saksóknari líklegast að Madsen hafi viljað halda eftir „verðlaunagrip“ eða nota munina til að koma fyrir fölskum sönnunargögnum fjarri kafbátnum. Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Vísir/AFP „Sjúklegur lygari“ Buch-Jepsen sagði framburð Madsens auk þess hafa verið ótrúverðugan frá upphafi. Þá hafi mat geðlæknis staðfest að Madsen væri „sjúklegur lygari.“ „Þetta var ein lygin á fætur annarri. Lygi, og undir það tekur umsögn geðlæknis, þar sem segir að hann sé sjúklegur lygari.“ Saksóknari minnti einnig á að Madsen hafi breytt framburði sínum ítrekað eftir því sem leið á rannsókn málsins. Madsen sagðist fyrst hafa skilið við Kim Wall á lífi við Refshaleoen að kvöldi 10. ágúst. Daginn eftir sagði hann að Wall hefði fengið hlera í höfuðið og dáið við höggið og að því búnu hafi hann hent líki hennar í sjóinn. Í október breytti hann aftur framburði sínum og sagði Wall hafa látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. „Ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem er jafn ótrúverðugt og framburður Peters Madsens,“ sagði saksóknari. Hann vildi einnig meina að vel gæti verið að Wall hefði verið á lífi langt fram eftir nóttu en Madsen heldur því fram að hún hafi látist um klukkan 23 að kvöldi 10. ágúst. Óhugnanleg myndbönd endurspeglast í áverkum á líki Kim Wall Þá hefur „afbrigðileg kynhegðun“ Madsen ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari til að mynda ótrúlega samsvörun milli klámfenginna og ofbeldisfullra myndbanda, sem Madsen hafði horft á og sýnt öðrum, og áverkanna sem Kim Wall hlaut. Þá vísaði saksóknari líka til SMS-skilaboða, sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Í þeim virðast Madsen og konan skipulegga einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli og skrifaði Madsen m.a. til konunnar að hann hygðist „binda hana fasta og stinga á hol með grillteini.“ Saksóknari fór að síðustu fram á að Madsen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagði lífstíðardóm grundvellast á því að ástæður að baki morðinu hafi verið kynferðislegar auk þess sem aðstæður hafi verið með eindæmum hryllilegar. Þar vísaði hann til þess að Madsen bútaði lík Wall niður og fleygði því í sjóinn. Hann hafi viljað komast upp með „hið fullkomna morð.“
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31