Handbolti

Kári af Seltjarnanesi í Grafarvoginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Tómasson og Kári handsala samninginn.
Rúnar Tómasson og Kári handsala samninginn. vísir/fjölnir
Handknattleiksþjálfarinn Kári Garðarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fjölni en félagið staðfesti þetta með fréttatilkynningu nú síðdegis.

Fjölnir mun leika í Grill66-deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Olís-deild karla á tímabilinu. Arnar Gunnarsson þjálfaði liðið en lét af störfum eftir tímabilið en mikið gekk á hjá Fjölni á tímabilinu.

Kári hefur verið þjálfari hjá Gróttu í lengri tíma. Hann þjálfaði bæði meistaraflokk kvenna og yngri flokka hjá félaginu en nú síðast þjálfaði hann meistaraflokk karla.

Grótta endaði í níunda sæti Olís-deildarinnar á tímabilinu en með kvennalið félagsins varð Kári bæði bikar- og Íslandsmeistari. Það er skýr stefna hjá Fjölni á næstu leiktíð.

„Við í stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis hlökkum mikið til samstarfs við Kára en stefnan er að sjálfsögðu sett á að koma liðinu strax upp í úrvalsdeild að nýju næsta vetur,” segir í tilkynningu frá Fjölni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×