„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2018 16:45 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sagði blaðamanninn Atla Má Gylfason hafa hrópað að sér spurningum og auk þess verið nývaknaður og á stuttbuxum. Þessu hafnar Atli Már alfarið. Vísir/Samsett mynd Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. Guðmundur Spartakus fer fram á að ummæli um sig, sem birtust á vefmiðlinum Hringbraut.is hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, verði dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni í málinu í apríl í fyrra en því var áfrýjað til Hæstaréttar. Vilhjálmur, lögmaður Guðmundar Spartakusar, var harðorður í garð íslenskra fjölmiðla þegar hann flutti athugasemdir við málflutning lögmanns Sigmundar Ernis í Hæstarétti í morgun. Þá tók Vilhjálmur blaðamanninn Atla Má Gylfason, sem Guðmundur Spartakus hefur einnig stefnt fyrir meiðyrði, sérstaklega fyrir. Vilhjálmur sagði Atla Má hafa hrópað að sér spurningum að loknum degi í héraðsdómi og að Atli Már hafi við það tilefni verið nývaknaður og íklæddur stuttbuxum. Atli Már segir þessar lýsingar ekki réttar.Ummælin um meint fíkniefnaviðskipti í Suður-Ameríku Ummælin, sem Guðmundur Spartakus vildi dæmd dauð og ómerk, sneru að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti hans en ummælin birtust í frétt á vef Hringbrautar. Þar var meðal annars greint frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“ Á sínum tíma var Sigmundur Ernir fyrst og fremst sýknaður á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem fram kom í öðrum miðlum.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, og Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Sigmundar Ernis Rúnarssonar, í Hæstarétti Íslands í dag.Vísir/StínaSagði blaðamennsku ganga út á klikk Báðir lögmenn fengu 30 mínútur hvor til að flytja mál sitt í Hæstarétti í dag. Í athugasemdum við málflutning Gunnars Inga Jóhannssonar, lögmanns Sigmundar Ernis, vandaði Vilhjálmur íslenskum fjölmiðlum ekki kveðjurnar. Hann gagnrýndi m.a. þá staðhæfingu að Hringbraut hefði enga hagsmuni af því að færa í stílinn í umræddri frétt og sagði fréttaflutninginn raunar snúast um peninga. Því til stuðnings sagði Vilhjálmur blaðamennsku í dag „ganga út á klikk“ og þess vegna hafi frétt Hringbrautar verið flutt með þessum hætti, til að reyna að auka tekjur stefnda, Sigmundar Ernis, og fjölmiðilsins Hringbrautar.Sjá einnig: RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Vilhjálmur svaraði einnig athugasemdum Gunnars Inga um fjarveru Guðmundar Spartakusar, en sá síðastnefndi mætti ekki til skýrslutöku í málinu. Vilhjálmur sagði það hafa verið val Guðmundar Spartakusar að gefa ekki skýrslu og að hann hafi ekkert meira um málið að segja. Utan þess hafi Guðmundur Spartakus engan áhuga á því að lenda í „hakkavél íslenskra fjölmiðla.“ Nývaknaður á stuttbuxum, með símann að vopni Þá talaði Vilhjálmur um eigin reynslu af téðri hakkavél og sagði íslenska fjölmiðla iðulega ganga hart fram, mæta og taka myndir og halda málinu gangandi með þeim hætti. Vilhjálmur sagði í framhaldi af því að við meðferð málsins sem hér er til umræðu hafi blaðamaðurinn Atli Már Gylfason beðið á stuttbuxum, greinilega nývaknaður, fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur einhvern daginn með símann að vopni. Atli hafi svo elt Vilhjálm niður alla ganga héraðsdóms, fylgt honum út, hrópað að honum spurningar og birt efnið svo á netinu.Atli Már Gylfason, blaðamaður.visir/stefánÞvertekur fyrir stuttbuxurnar og hrópin Guðmundur Spartakus hefur einnig stefnt Atla Má fyrir meiðyrði er varða meint fíkniefnaumsvif þess fyrrnefnda og hvarf íslensks karlmanns, Friðriks Kristjánssonar, í Suður-Ameríku. Þá var Atli Már jafnframt viðstaddur málflutning í Hæstarétti í dag en hann tjáði sig um ummæli Vilhjálms í Facebook-færslu í morgun. Í færslunni þvertók Atli Már bæði fyrir að hafa verið á stuttbuxum og hrópað að Vilhjálmi við umrætt tilefni. „Villi Vill sagði í Hæstarétti Íslands að ég hefði elt hann á stuttbuxunum upp Laugaveginn og hrópað að honum spurningar. Hann horfir pirraður á mig reglulega. Ég hélt að dómurinn væri að fjalla um Sigmund Erni en ekki mig,“ skrifaði Atli Már. „Namedrop í virtasta dómstigi landsins þökk sé...bíddu ætla að copy/paste-a nafnið hans...Vilhjálmi Vilhjálmssyni. PS. Ég var ekki á stuttbuxum...og ég hrópaði ekki!“ Þá sendi Atli Már fréttastofu myndskeið í dag sem sýnir hluta umræddra samskipta hans og Vilhjálms. Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mál Guðmundar Spartakusar á hendur Atla Má verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness fimmtudaginn 3. maí næstkomandi.„Eiturbarón“ notaður til tengingar við Pablo Escobar Að öðru leyti var málflutningur lögmanna áfrýjanda og stefnda í samræmi við það sem kom fram þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma. Vilhjálmur hélt því t.d. fram, eins og áður, að í frétt Hringbrautar hafi verið látið liggja að refsiverðri háttsemi Guðmundar Spartakusar. Þá var Vilhjálmur ósammála því að frétt Hringbrautar hafi verið efnislega sú sama og frétt RÚV, sem Hringbraut vísaði í, og sagði hann hlut Guðmundar Spartakusar gerðan margfalt verri í meðförum Hringbrautar en í frétt RÚV. Vilhjálmi þótti fyrirsögn Hringbrautar, „Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku?“, auk þess gildishlaðin og ætluð til þess að skapa ákveðin hughrif og tengja Guðmund Spartakus við menn á borð við Pablo Escobar og El Chapo, þekkta suður- og miðameríska eiturlyfjabaróna. Vilhjálmur gagnrýndi einnig vinnubrögð sem viðhöfð voru á Hringbraut og sagði ásetning Sigmundar Ernis til að meiða æru Guðmundar Spartakusar ótvíræðan. Sigmundur Ernir var sýknaður í máli Guðmundar Spartakusar á hendur honum.visir/anton brinkMannréttindadómstóll Evrópu standi vörð um fréttaflutninginn Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Sigmundar Ernis ítrekaði í málflutningi sínum að fréttir íslensku miðlanna um mál Guðmundar Spartakusar, þ. á m. frétt Hringbrautar, væru þýðingar á fréttum sem birtust í paragvæskum miðlum. Fullyrðing lögmanns Guðmundar Spartakusar um að fréttin á Hringbraut væri efnislega öðruvísi en aðrar fréttir íslensku miðlanna væru því rangar. Gunnar Ingi lagði einnig áherslu á að Mannréttindadómsstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna að taka á móti upplýsingum og miðla þeim. Upplýsingar sem komu fram í frétt Hringbrautar hafi átt erindi við almenning. Guðmundur Spartakus stefndi fjölmörgum blaðamönnum eftir umfjöllun um meint fíkniefnaviðskipti hans en eins og áður hefur komið fram byggðu íslenskir fjölmiðlar umfjöllun sína á fréttum paragvæskra fjölmiðla. Í september síðastliðnum féllst Ríkisútvarpið, hvers fréttamenn voru á meðal hinna stefndu, á að greiða Guðmundi Spartakusi samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Ríkisútvarpið neitaði fyrst um sinn að veita upplýsingar um sáttina en í nýlegum úrskurði var því gert skylt að afhenda Vísi umræddar upplýsingar.Uppfært klukkan 17:12 Atli Már Gylfason blaðamaður kom eftirfarandi yfirlýsingu, vegna ummæla Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, á framfæri við fréttastofu á sjötta tímanum í dag.„Þessi ummæli hins háttvirta lögmanns Vilhjálms Vilhjálmssonar vöktu mikla athygli mína í dag, sérstaklega þar sem þau voru mjög reyfarakennd og í engum takti við það sem í raun og veru gerðist, eins og myndbandið sýnir. Það að nefna mig sem skýringu fyrir því að Guðmundur Spartakus hafi ákveðið að gefa ekki skýrslu fyrir dómi, að ég hafi elt hann á stuttbuxunum um ganga Héraðsdóms Reykjavíkur er einfaldlega rangt. Þó svo að myndbandið staðfesti nú ekki að ég hafi verið í gallabuxum get ég fullyrt það að ég er ekki þannig úr garði gerður að ég mæti á stuttbuxum í héraðsdóm.“ Dómsmál Tengdar fréttir RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29. september 2017 06:00 Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmundi Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. Guðmundur Spartakus fer fram á að ummæli um sig, sem birtust á vefmiðlinum Hringbraut.is hvar Sigmundur Ernir er dagskrárstjóri, verði dæmd dauð og ómerk. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni í málinu í apríl í fyrra en því var áfrýjað til Hæstaréttar. Vilhjálmur, lögmaður Guðmundar Spartakusar, var harðorður í garð íslenskra fjölmiðla þegar hann flutti athugasemdir við málflutning lögmanns Sigmundar Ernis í Hæstarétti í morgun. Þá tók Vilhjálmur blaðamanninn Atla Má Gylfason, sem Guðmundur Spartakus hefur einnig stefnt fyrir meiðyrði, sérstaklega fyrir. Vilhjálmur sagði Atla Má hafa hrópað að sér spurningum að loknum degi í héraðsdómi og að Atli Már hafi við það tilefni verið nývaknaður og íklæddur stuttbuxum. Atli Már segir þessar lýsingar ekki réttar.Ummælin um meint fíkniefnaviðskipti í Suður-Ameríku Ummælin, sem Guðmundur Spartakus vildi dæmd dauð og ómerk, sneru að fullyrðingum um meint fíkniefnaviðskipti hans en ummælin birtust í frétt á vef Hringbrautar. Þar var meðal annars greint frá því að Guðmundur Spartakus væri fíkniefnasmyglari í Suður-Ameríku sem sigldi þar „undir fölsku vegabréfsflaggi.“ Á sínum tíma var Sigmundur Ernir fyrst og fremst sýknaður á grundvelli þess að umfjöllun Hringbrautar byggði einkum á því sem fram kom í öðrum miðlum.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, og Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Sigmundar Ernis Rúnarssonar, í Hæstarétti Íslands í dag.Vísir/StínaSagði blaðamennsku ganga út á klikk Báðir lögmenn fengu 30 mínútur hvor til að flytja mál sitt í Hæstarétti í dag. Í athugasemdum við málflutning Gunnars Inga Jóhannssonar, lögmanns Sigmundar Ernis, vandaði Vilhjálmur íslenskum fjölmiðlum ekki kveðjurnar. Hann gagnrýndi m.a. þá staðhæfingu að Hringbraut hefði enga hagsmuni af því að færa í stílinn í umræddri frétt og sagði fréttaflutninginn raunar snúast um peninga. Því til stuðnings sagði Vilhjálmur blaðamennsku í dag „ganga út á klikk“ og þess vegna hafi frétt Hringbrautar verið flutt með þessum hætti, til að reyna að auka tekjur stefnda, Sigmundar Ernis, og fjölmiðilsins Hringbrautar.Sjá einnig: RÚV taldi ódýrara að greiða Guðmundi Spartakus 2,5 milljónir króna Vilhjálmur svaraði einnig athugasemdum Gunnars Inga um fjarveru Guðmundar Spartakusar, en sá síðastnefndi mætti ekki til skýrslutöku í málinu. Vilhjálmur sagði það hafa verið val Guðmundar Spartakusar að gefa ekki skýrslu og að hann hafi ekkert meira um málið að segja. Utan þess hafi Guðmundur Spartakus engan áhuga á því að lenda í „hakkavél íslenskra fjölmiðla.“ Nývaknaður á stuttbuxum, með símann að vopni Þá talaði Vilhjálmur um eigin reynslu af téðri hakkavél og sagði íslenska fjölmiðla iðulega ganga hart fram, mæta og taka myndir og halda málinu gangandi með þeim hætti. Vilhjálmur sagði í framhaldi af því að við meðferð málsins sem hér er til umræðu hafi blaðamaðurinn Atli Már Gylfason beðið á stuttbuxum, greinilega nývaknaður, fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur einhvern daginn með símann að vopni. Atli hafi svo elt Vilhjálm niður alla ganga héraðsdóms, fylgt honum út, hrópað að honum spurningar og birt efnið svo á netinu.Atli Már Gylfason, blaðamaður.visir/stefánÞvertekur fyrir stuttbuxurnar og hrópin Guðmundur Spartakus hefur einnig stefnt Atla Má fyrir meiðyrði er varða meint fíkniefnaumsvif þess fyrrnefnda og hvarf íslensks karlmanns, Friðriks Kristjánssonar, í Suður-Ameríku. Þá var Atli Már jafnframt viðstaddur málflutning í Hæstarétti í dag en hann tjáði sig um ummæli Vilhjálms í Facebook-færslu í morgun. Í færslunni þvertók Atli Már bæði fyrir að hafa verið á stuttbuxum og hrópað að Vilhjálmi við umrætt tilefni. „Villi Vill sagði í Hæstarétti Íslands að ég hefði elt hann á stuttbuxunum upp Laugaveginn og hrópað að honum spurningar. Hann horfir pirraður á mig reglulega. Ég hélt að dómurinn væri að fjalla um Sigmund Erni en ekki mig,“ skrifaði Atli Már. „Namedrop í virtasta dómstigi landsins þökk sé...bíddu ætla að copy/paste-a nafnið hans...Vilhjálmi Vilhjálmssyni. PS. Ég var ekki á stuttbuxum...og ég hrópaði ekki!“ Þá sendi Atli Már fréttastofu myndskeið í dag sem sýnir hluta umræddra samskipta hans og Vilhjálms. Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Mál Guðmundar Spartakusar á hendur Atla Má verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness fimmtudaginn 3. maí næstkomandi.„Eiturbarón“ notaður til tengingar við Pablo Escobar Að öðru leyti var málflutningur lögmanna áfrýjanda og stefnda í samræmi við það sem kom fram þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma. Vilhjálmur hélt því t.d. fram, eins og áður, að í frétt Hringbrautar hafi verið látið liggja að refsiverðri háttsemi Guðmundar Spartakusar. Þá var Vilhjálmur ósammála því að frétt Hringbrautar hafi verið efnislega sú sama og frétt RÚV, sem Hringbraut vísaði í, og sagði hann hlut Guðmundar Spartakusar gerðan margfalt verri í meðförum Hringbrautar en í frétt RÚV. Vilhjálmi þótti fyrirsögn Hringbrautar, „Íslenskur eiturbarón í S-Ameríku?“, auk þess gildishlaðin og ætluð til þess að skapa ákveðin hughrif og tengja Guðmund Spartakus við menn á borð við Pablo Escobar og El Chapo, þekkta suður- og miðameríska eiturlyfjabaróna. Vilhjálmur gagnrýndi einnig vinnubrögð sem viðhöfð voru á Hringbraut og sagði ásetning Sigmundar Ernis til að meiða æru Guðmundar Spartakusar ótvíræðan. Sigmundur Ernir var sýknaður í máli Guðmundar Spartakusar á hendur honum.visir/anton brinkMannréttindadómstóll Evrópu standi vörð um fréttaflutninginn Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Sigmundar Ernis ítrekaði í málflutningi sínum að fréttir íslensku miðlanna um mál Guðmundar Spartakusar, þ. á m. frétt Hringbrautar, væru þýðingar á fréttum sem birtust í paragvæskum miðlum. Fullyrðing lögmanns Guðmundar Spartakusar um að fréttin á Hringbraut væri efnislega öðruvísi en aðrar fréttir íslensku miðlanna væru því rangar. Gunnar Ingi lagði einnig áherslu á að Mannréttindadómsstóll Evrópu hafi ítrekað staðið vörð um þann rétt blaðamanna að taka á móti upplýsingum og miðla þeim. Upplýsingar sem komu fram í frétt Hringbrautar hafi átt erindi við almenning. Guðmundur Spartakus stefndi fjölmörgum blaðamönnum eftir umfjöllun um meint fíkniefnaviðskipti hans en eins og áður hefur komið fram byggðu íslenskir fjölmiðlar umfjöllun sína á fréttum paragvæskra fjölmiðla. Í september síðastliðnum féllst Ríkisútvarpið, hvers fréttamenn voru á meðal hinna stefndu, á að greiða Guðmundi Spartakusi samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins. Ríkisútvarpið neitaði fyrst um sinn að veita upplýsingar um sáttina en í nýlegum úrskurði var því gert skylt að afhenda Vísi umræddar upplýsingar.Uppfært klukkan 17:12 Atli Már Gylfason blaðamaður kom eftirfarandi yfirlýsingu, vegna ummæla Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, á framfæri við fréttastofu á sjötta tímanum í dag.„Þessi ummæli hins háttvirta lögmanns Vilhjálms Vilhjálmssonar vöktu mikla athygli mína í dag, sérstaklega þar sem þau voru mjög reyfarakennd og í engum takti við það sem í raun og veru gerðist, eins og myndbandið sýnir. Það að nefna mig sem skýringu fyrir því að Guðmundur Spartakus hafi ákveðið að gefa ekki skýrslu fyrir dómi, að ég hafi elt hann á stuttbuxunum um ganga Héraðsdóms Reykjavíkur er einfaldlega rangt. Þó svo að myndbandið staðfesti nú ekki að ég hafi verið í gallabuxum get ég fullyrt það að ég er ekki þannig úr garði gerður að ég mæti á stuttbuxum í héraðsdóm.“
Dómsmál Tengdar fréttir RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29. september 2017 06:00 Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
RÚV-sátt dýrari en allir meiðyrðadómar undanfarinna ára Dýrasti meiðyrðamálsdómur sem fallið hefur fyrir héraðsdómi síðastliðin fimm ár kostaði hina stefndu um tvær milljónir króna í miskabætur, málskostnað og kostnað við birtingu niðurstöðu dómsins. 29. september 2017 06:00
Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00
Ruiz mun bera vitni í máli Guðmundar Spartakusar gegn Atla Má Atli Már er krafinn um í það minnsta tíu milljónir króna í stefnu. 18. apríl 2018 09:00
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent