Haltu kjafti og vertu sæt Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 08:00 Sigrún Bragadóttir heldur sína fyrstu einkasýningu á hannyrðapönki á KEX í kvöld Vísir/eyþór „Hannyrðapönk á rætur að rekja til pönktímabilsins. Sem barn tengdi ég fljótt við andóf, reiði og mótmæli pönksins og hetjurnar mínar voru Lína Langsokkur, Emma öfugsnúna og Utangarðsmenn. Ég skildi ekki hvers vegna fólk var svona hneykslað á honum Bubba mínum en þorði sjálf ekki að fara í pönkið alla leið, enda snýst það ekki um fata- eða lífsstíl heldur andófið sem er manns persónulega pönk,“ segir hannyrðapönkarinn Sigrún Bragadóttir. Hannyrðapönk (e. craftivism) er ein tegund andófs og er hugtakið sett saman úr ensku orðunum craft og activism. „Guðmóðir hannyrðapönksins er Betsy Greer og á heimasíðu sinni, craftivism.com, hefur hún bent á að handverk hafi verið notað til andófs og upplýsinga í gegnum aldir. Þannig var refilsaumur notaður til að skrá liðna atburði og áróður á meðal víkinga, og mátti sjá skriðdreka í vefnaði afganskra barna þegar Bandaríkjamenn börðust við talibana,“ útskýrir Sigrún og vill veg hannyrða sem mestan. „Þrátt fyrir listilega unninn útsaum og heimaprjón hafa hannyrðir sem kvennafag sjaldnast verið teknar alvarlega sem listform í karllægum listaheimi, heldur verið álitnar sem dund og dútl kvenna. Hannyrðir eru enn notaðar til að skrásetja söguna og eins og staða heimsmála er í dag, með aukna andúð á ýmsum trúarhópum og þjóðarbrotum, mikla fordóma og þjóðerniskennd, hefur hannyrðapönk orðið rísandi afl til að mótmæla þessu pólitíska ástandi. Sjálfri finnst mér óskaplega fallegt að nota þetta mjúka og kvenlega sem er tileinkað konum og þeirra dúlleríi til að koma áleiðis hörku pólitískum skilaboðum í dag.“ Sigrún segir hannyrðapönk fara hratt vaxandi í Bandaríkjunum þar sem ríkir strangt lögregluríki og er krítískt að fara í mótmæli nema hundruðum þúsunda saman í krafti fjöldans. „Þar er áhrifaríkt að sjá hvernig setið er við hannyrðir af kappi til að færa fram áróður gegn lögum og reglugerðum um líkama kvenna því í sumum fylkjum má nú fangelsa konur fyrir það eitt að missa fóstur. Af sömu ástæðu voru prjónaðar bleikar píkuhúfur til að mótmæla reglugerðum um rétt kvenna til fóstureyðingar og getnaðarvarna, en þær mátti líka kalla kisuhúfur vegna þess að sett voru á þær lítil eyru til að gera þær tvíræðar. Þá sauma konur vestra sér búninga eins og sjá má í Handmaid’s Tale og mæta í þeim á þingpallana til að mótmæla.“Sigrún segir hannyrðir notaðar í vaxandi mæli til andófs víða um heim.Vísir/eyþórKrúttvæðing stúlkna Sigrún heldur sína fyrstu hannyrðapönkssýningu á KEX í kvöld. Þar má sjá femínísk verk sem hún hefur unnið að síðastliðin fimm ár, ljósmyndir, klippimyndir, bróderí og gröffuð verk þar sem hún tekur gamlar myndir og bróderí og graffar yfir til að setja í nýtt samhengi. „Í hannyrðapönki er allt leyfilegt og ekkert bannað. Það er aðferð til að hafa áhrif, vekja athygli á órétti, mótmæla eða spegla málefni sem brenna á hjarta hannyrðapönkarans,“ útskýrir Sigrún. „Mitt hannyrðapönk er að skoða hluti út frá femínísku sjónarhorni, oft með húmor að vopni en líka mjög beitt, og til að spegla að ekki er allt sem sýnist. Dæmi er mynd af Maríu mey grátandi sem ég graffaði ofan í „mamma.is“ og tilvitnun úr franska dagblaðinu Le Journal frá því Marie Curie var prófessor við Sorbonne-háskóla. Þá var fyrirsögn dagsins: „Sá tími er í nánd að konur geti talist mannlegar verur.“ Myndmálið er víða sterkt, eins og ég minni á þegar Sigmund Freud sagði konur annaðhvort hóru eða gyðju, tussu eða drottningu, guðsmóður eða mellu.“ Sigrún stendur við mynd af hefðardömu og sveittum karli á bláum bíl. „Þar hef ég graffað við dömuna: „Vertu ekki að plata mig. Þú ert bara að nota mig.“ Og hjá karlinum: „Komdu með! Ég vil þig!“, sem er tilvísun í frægt lag HLH-flokksins sem inniheldur afar nauðgunarlegan texta um gæja sem ætlar sér að pikka píu upp í bíl og hlustar ekki á mörkin hennar. Ég graffa líka á gamlar englamyndir þar sem engill gætir barna á göngu yfir brú en breytist í rándýr sem bíður þess að hrifsa barnið til sín. Þar velti ég vöngum yfir því hvers vegna er svo erfitt að uppræta kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í fjölskyldum, en það er vegna þess að þar lítur „venjulegt fjölskyldufólk“ sakleysislega út en er í raun hættulegir úlfar í sauðargærum.“ Önnur mynd Sigrúnar er af englastúlku sem situr í rólu. „Krúttvæðingu stúlkna set ég í samhengi við „haltu kjafti og vertu sæt“ sem er yfirskriftin á sýningunni. Þar bróderaði ég í myndina: „Ég er Satan“ því málefni kynferðisofbeldis barna eru mér hugleikin. Eitt mest sjokkerandi verkið á sýningunni er til dæmis verk úr rauðu ástarsögunum sem ég límdi á listaverk sem ég málaði þegar ég var að kafna úr afleiðingum þess kynferðisofbeldis sem ég varð sjálf fyrir, þá átján ára gömul. Sagan gerist í frelsisstríðinu og hef ég aldrei lesið jafn mikla vegsömun á nauðgunarmenningu. Ég klippti út orð eins og kvenfyrirlitningu, dýraklám, hópnauðgun og áfallastreitu til að rétt tæpa á innihaldi bókarinnar og til að kóróna allt saman var bókin tileinkuð barnabarni höfundarins, yfir 400 blaðsíður af nauðgunum! Svo er fólk hissa á öllum #metoo-sögunum þegar þetta er og var hluti af menningu okkar! Sem betur fer er nú margt að breytast til batnaðar og æska landsins er ákaflega flott og með- vitað fólk sem berst óhikað fyrir alls konar.“ Listin rótaði í fortíðinni Sigrún varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn og unglingur en leitaði ekki til Stígamóta fyrr en árið 2013. „Fyrsta hannyrðapönkið mitt var öflug klippimynd sem ég gerði í Stígamótum. Sem barn var ég listræn og skapandi og ég fór í listnám þegar ég bjó í Noregi um tvítugt. Þegar heim kom pakkaði ég því öllu saman því það hreyfði svo við mér og hrærði upp í fortíðinni og ég gat ekki tekist á við það þá. Því var mitt bjargráð að stoppa.“ Afleiðingar kynferðisofbeldisins gerðu Sigrúnu veika. „Afleiðingar kynferðisofbeldis eru svo lúmskar að fyrir utan kvíða, þunglyndi, depurð, átraskanir og sjálfsvígshugsanir er líkamlegur heilsubrestur afar algengur, og raunar svo að fólk tengir það ekki alltaf saman. Nýlegar rannsóknir sýna tengsl á milli áfalla og líkamlegra og andlegra veikinda. Og þegar maður lendir í því að krassa eftir að hafa verið allt of sterkur allt of lengi kemur manni ekki á óvart að það er alltaf einhver rauður þráður á milli brotaþola þegar maður talar við þá sem lent hafa í svipuðum aðstæðum, sama þótt aldur, kyn og aðstæður séu mismunandi.“ Sigrún hefur nú verið í veikindaleyfi síðan 2016. Hún er grunnskólakennari að mennt, með íslensku og ensku sem aðalfög, og hefur starfað við skóla Hjallastefnunnar frá því 2005. „Það var kominn tími til að hlúa að sjálfri mér. Stærsta gjöfin sem ég hef nokkru sinni gefið sjálfri mér er að fara í veikindaleyfi. Það er enn af nógu að taka en þetta er nú allt annað líf og betra. Ég á yndislega vinnuveitendur sem hafa skilning á aðstæðum mínum og hef verið í starfsendurhæfingu hjá Virk, sem reynst hefur mér ótrúlega vel. Að viðurkenna að maður sé veikur er að gefa frá sér stjórnina. Þess vegna reynist mörgum erfitt að sleppa tökunum, en fyrir mig var það það besta. Ég nota hannyrðapönkið í minni úrvinnslu og þegar ég byrjaði að gera myndir af dýpri krafti en áður opnuðust flóðgáttir og ég hef eiginlega ekki undan“ segir Sigrún. Börn eru vinsamlegast afþökkuð á sýningunni í kvöld. „Ég ætla að halda upp á 45 ára afmæli mitt í leiðinni, síðan í haust þegar ég fékk kalda lungnabólgu í undirbúningi fyrir 10 kílómetra maraþon til að heita á Stígamót í Wonder Woman-búningi sem ég hafði saumað fyrir hlaupið. Sýningin í kvöld er svo sennilega rétt byrjunin. Verkin vekja fólk til umhugsunar og fær það til að horfa undir yfirborðið.“ Sýningin á KEX í kvöld stendur frá klukkan 18 til 22. Allir velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„Hannyrðapönk á rætur að rekja til pönktímabilsins. Sem barn tengdi ég fljótt við andóf, reiði og mótmæli pönksins og hetjurnar mínar voru Lína Langsokkur, Emma öfugsnúna og Utangarðsmenn. Ég skildi ekki hvers vegna fólk var svona hneykslað á honum Bubba mínum en þorði sjálf ekki að fara í pönkið alla leið, enda snýst það ekki um fata- eða lífsstíl heldur andófið sem er manns persónulega pönk,“ segir hannyrðapönkarinn Sigrún Bragadóttir. Hannyrðapönk (e. craftivism) er ein tegund andófs og er hugtakið sett saman úr ensku orðunum craft og activism. „Guðmóðir hannyrðapönksins er Betsy Greer og á heimasíðu sinni, craftivism.com, hefur hún bent á að handverk hafi verið notað til andófs og upplýsinga í gegnum aldir. Þannig var refilsaumur notaður til að skrá liðna atburði og áróður á meðal víkinga, og mátti sjá skriðdreka í vefnaði afganskra barna þegar Bandaríkjamenn börðust við talibana,“ útskýrir Sigrún og vill veg hannyrða sem mestan. „Þrátt fyrir listilega unninn útsaum og heimaprjón hafa hannyrðir sem kvennafag sjaldnast verið teknar alvarlega sem listform í karllægum listaheimi, heldur verið álitnar sem dund og dútl kvenna. Hannyrðir eru enn notaðar til að skrásetja söguna og eins og staða heimsmála er í dag, með aukna andúð á ýmsum trúarhópum og þjóðarbrotum, mikla fordóma og þjóðerniskennd, hefur hannyrðapönk orðið rísandi afl til að mótmæla þessu pólitíska ástandi. Sjálfri finnst mér óskaplega fallegt að nota þetta mjúka og kvenlega sem er tileinkað konum og þeirra dúlleríi til að koma áleiðis hörku pólitískum skilaboðum í dag.“ Sigrún segir hannyrðapönk fara hratt vaxandi í Bandaríkjunum þar sem ríkir strangt lögregluríki og er krítískt að fara í mótmæli nema hundruðum þúsunda saman í krafti fjöldans. „Þar er áhrifaríkt að sjá hvernig setið er við hannyrðir af kappi til að færa fram áróður gegn lögum og reglugerðum um líkama kvenna því í sumum fylkjum má nú fangelsa konur fyrir það eitt að missa fóstur. Af sömu ástæðu voru prjónaðar bleikar píkuhúfur til að mótmæla reglugerðum um rétt kvenna til fóstureyðingar og getnaðarvarna, en þær mátti líka kalla kisuhúfur vegna þess að sett voru á þær lítil eyru til að gera þær tvíræðar. Þá sauma konur vestra sér búninga eins og sjá má í Handmaid’s Tale og mæta í þeim á þingpallana til að mótmæla.“Sigrún segir hannyrðir notaðar í vaxandi mæli til andófs víða um heim.Vísir/eyþórKrúttvæðing stúlkna Sigrún heldur sína fyrstu hannyrðapönkssýningu á KEX í kvöld. Þar má sjá femínísk verk sem hún hefur unnið að síðastliðin fimm ár, ljósmyndir, klippimyndir, bróderí og gröffuð verk þar sem hún tekur gamlar myndir og bróderí og graffar yfir til að setja í nýtt samhengi. „Í hannyrðapönki er allt leyfilegt og ekkert bannað. Það er aðferð til að hafa áhrif, vekja athygli á órétti, mótmæla eða spegla málefni sem brenna á hjarta hannyrðapönkarans,“ útskýrir Sigrún. „Mitt hannyrðapönk er að skoða hluti út frá femínísku sjónarhorni, oft með húmor að vopni en líka mjög beitt, og til að spegla að ekki er allt sem sýnist. Dæmi er mynd af Maríu mey grátandi sem ég graffaði ofan í „mamma.is“ og tilvitnun úr franska dagblaðinu Le Journal frá því Marie Curie var prófessor við Sorbonne-háskóla. Þá var fyrirsögn dagsins: „Sá tími er í nánd að konur geti talist mannlegar verur.“ Myndmálið er víða sterkt, eins og ég minni á þegar Sigmund Freud sagði konur annaðhvort hóru eða gyðju, tussu eða drottningu, guðsmóður eða mellu.“ Sigrún stendur við mynd af hefðardömu og sveittum karli á bláum bíl. „Þar hef ég graffað við dömuna: „Vertu ekki að plata mig. Þú ert bara að nota mig.“ Og hjá karlinum: „Komdu með! Ég vil þig!“, sem er tilvísun í frægt lag HLH-flokksins sem inniheldur afar nauðgunarlegan texta um gæja sem ætlar sér að pikka píu upp í bíl og hlustar ekki á mörkin hennar. Ég graffa líka á gamlar englamyndir þar sem engill gætir barna á göngu yfir brú en breytist í rándýr sem bíður þess að hrifsa barnið til sín. Þar velti ég vöngum yfir því hvers vegna er svo erfitt að uppræta kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í fjölskyldum, en það er vegna þess að þar lítur „venjulegt fjölskyldufólk“ sakleysislega út en er í raun hættulegir úlfar í sauðargærum.“ Önnur mynd Sigrúnar er af englastúlku sem situr í rólu. „Krúttvæðingu stúlkna set ég í samhengi við „haltu kjafti og vertu sæt“ sem er yfirskriftin á sýningunni. Þar bróderaði ég í myndina: „Ég er Satan“ því málefni kynferðisofbeldis barna eru mér hugleikin. Eitt mest sjokkerandi verkið á sýningunni er til dæmis verk úr rauðu ástarsögunum sem ég límdi á listaverk sem ég málaði þegar ég var að kafna úr afleiðingum þess kynferðisofbeldis sem ég varð sjálf fyrir, þá átján ára gömul. Sagan gerist í frelsisstríðinu og hef ég aldrei lesið jafn mikla vegsömun á nauðgunarmenningu. Ég klippti út orð eins og kvenfyrirlitningu, dýraklám, hópnauðgun og áfallastreitu til að rétt tæpa á innihaldi bókarinnar og til að kóróna allt saman var bókin tileinkuð barnabarni höfundarins, yfir 400 blaðsíður af nauðgunum! Svo er fólk hissa á öllum #metoo-sögunum þegar þetta er og var hluti af menningu okkar! Sem betur fer er nú margt að breytast til batnaðar og æska landsins er ákaflega flott og með- vitað fólk sem berst óhikað fyrir alls konar.“ Listin rótaði í fortíðinni Sigrún varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn og unglingur en leitaði ekki til Stígamóta fyrr en árið 2013. „Fyrsta hannyrðapönkið mitt var öflug klippimynd sem ég gerði í Stígamótum. Sem barn var ég listræn og skapandi og ég fór í listnám þegar ég bjó í Noregi um tvítugt. Þegar heim kom pakkaði ég því öllu saman því það hreyfði svo við mér og hrærði upp í fortíðinni og ég gat ekki tekist á við það þá. Því var mitt bjargráð að stoppa.“ Afleiðingar kynferðisofbeldisins gerðu Sigrúnu veika. „Afleiðingar kynferðisofbeldis eru svo lúmskar að fyrir utan kvíða, þunglyndi, depurð, átraskanir og sjálfsvígshugsanir er líkamlegur heilsubrestur afar algengur, og raunar svo að fólk tengir það ekki alltaf saman. Nýlegar rannsóknir sýna tengsl á milli áfalla og líkamlegra og andlegra veikinda. Og þegar maður lendir í því að krassa eftir að hafa verið allt of sterkur allt of lengi kemur manni ekki á óvart að það er alltaf einhver rauður þráður á milli brotaþola þegar maður talar við þá sem lent hafa í svipuðum aðstæðum, sama þótt aldur, kyn og aðstæður séu mismunandi.“ Sigrún hefur nú verið í veikindaleyfi síðan 2016. Hún er grunnskólakennari að mennt, með íslensku og ensku sem aðalfög, og hefur starfað við skóla Hjallastefnunnar frá því 2005. „Það var kominn tími til að hlúa að sjálfri mér. Stærsta gjöfin sem ég hef nokkru sinni gefið sjálfri mér er að fara í veikindaleyfi. Það er enn af nógu að taka en þetta er nú allt annað líf og betra. Ég á yndislega vinnuveitendur sem hafa skilning á aðstæðum mínum og hef verið í starfsendurhæfingu hjá Virk, sem reynst hefur mér ótrúlega vel. Að viðurkenna að maður sé veikur er að gefa frá sér stjórnina. Þess vegna reynist mörgum erfitt að sleppa tökunum, en fyrir mig var það það besta. Ég nota hannyrðapönkið í minni úrvinnslu og þegar ég byrjaði að gera myndir af dýpri krafti en áður opnuðust flóðgáttir og ég hef eiginlega ekki undan“ segir Sigrún. Börn eru vinsamlegast afþökkuð á sýningunni í kvöld. „Ég ætla að halda upp á 45 ára afmæli mitt í leiðinni, síðan í haust þegar ég fékk kalda lungnabólgu í undirbúningi fyrir 10 kílómetra maraþon til að heita á Stígamót í Wonder Woman-búningi sem ég hafði saumað fyrir hlaupið. Sýningin í kvöld er svo sennilega rétt byrjunin. Verkin vekja fólk til umhugsunar og fær það til að horfa undir yfirborðið.“ Sýningin á KEX í kvöld stendur frá klukkan 18 til 22. Allir velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira