Breiðablik fékk Grindavík í heimsókn í 2.umferð Pepsi-deildar kvenna en liðin byrjuðu deildina á ólíkan hátt. Breiðablik burstaði Stjörnuna í Garðabæ í fyrstu umferð á meðan Grindavíkurkonur steinlágu fyrir Þór/KA í Grindavík.
Blikar höfðu töluverða yfirburði á Kópavogsvelli í kvöld en staðan í leikhléi var 1-0 þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði á 41.mínútu.
Selma Sól Magnúsdóttir keyrði síðari hálfleikinn í gang hjá Blikum með marki á 49.mínútu og skömmu síðar skoraði hin húsvíska Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir gulltryggði svo öruggan sigur Breiðabliks með marki á 72.mínútu. Lokatölur 4-0.
Breiðablik burstaði Grindavík

Tengdar fréttir

Íslandsmeistararnir keyrðu yfir nýliðana í síðari hálfleik
Íslandsmeistarar Þór/KA eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Pepsi-deild kvenna.

Eyjakonur gerðu góða ferð í Kaplakrika
ÍBV komið á blað í Pepsi-deild kvenna eftir öruggan útisigur á FH.

Stjarnan sótti þrjú stig að Hlíðarenda
Stjarnan gerði góða ferð að Hlíðarenda í Pepsi-deild kvenna í kvöld.