Oddvitaáskorunin: Plataði börn til að hoppa af fullum krafti í eina mínútu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 13:00 Elsa og meðframbjóðendur hennar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elsa Lára Arnardóttir leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Elsa Lára Arnardóttir og ég leiði lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi. Ég er einstaklega heppin að fá að leiða þennan lista sem er skipaður duglegu og jákvæðu fólki sem hefur brennandi áhuga á að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Ég er gift Rúnari G. Þorsteinssyni rafiðnfræðingi og saman eigum við Þorstein Atla (19 ára) og Þórdísi Evu (15 ára). Ég er menntaður grunnskólakennari og starfaði á þeim vettvangi í nokkur ár og henti mér síðan út í pólitík. Ég skaust inn á þing árið 2013 og sat þar fram að kosningum árið 2017, en þá gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ástæðan var m.a. sú að ég vildi komast heim á Akranes og nýta reynslu mína og þekkingu til að gera gott samfélag enn betra. Við í Framsókn og frjálsum leggjum áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Við munum tryggja fjölskyldum dagvistunarúrræði á loknu fæðingarorlofi. Við munum efla góðu skólana okkar með auknum stuðningi og betri vinnuaðstæðum fyrir nemendur og starfsfólk. Við viljum sveigjanleika milli skóla – og íþrótta og æskulýðsstarfs. Leggjum áherslu á velferð Skagamanna á öllum aldri og auk þessa umhverfismál, atvinnumál, skipulagsmál, samgöngur, umferðaröryggi og mennta – og safnamál. Auk þessa leggjum við áherslu á aukið íbúalýðræði. Kæri Skagamaður, nýttu kosningaréttinn. Við í Framsókn og frjálsum ætlum að vinna vel fyrir Akranes.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er fátt sem toppar Þórsmörk en útsýnið yfir Þórsmörk frá Morinsheiði er engu líkt. Við Skagamenn eigum einnig fallegar náttúruperlur eins og Langasand, Skógræktina, Breiðina og Kalmansvík. Útsýnið yfir Skagann ofan af Akrafjalli er einnig mjög fallegt.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? Það væri á Höfn í Hornafirði og ástæðan er að stór hluti fjölskyldu minnar býr þar og auk þess góður vinahópur.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nauta carpaccio og grafin gæsabringa eru uppáhalds.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lasagne með bechamel sósu. Alltaf jafn vinsælt á mínu heimili.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Fyrir Lóu vinkonu og stemmninguna sem er fram undan þá er það eitthvað lag með Siggu Beinteins og Stjórninni.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég skrifaði fyrstu blaðagreinina mína sem „pólitíkus.” Ætlaði að skrifa um stöðu námsmanna en skrifaði óvart fyrirsögnina: staða lánsmanna. Þetta þótti talsvert fyndið því maðurinn minn vann erlendis á þessum tíma.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Ítalíu.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi að það sé að minnsta kosti eitthvað annað sem tekur við eftir þetta líf.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?Þegar ég og samkennarar mínir plötuðum árganginn okkar til að taka þátt í verkefni sem fólst í því að láta þau hoppa af fullum krafti í eina mínútu. Þau héldu þau væru að taka þátt í rannsókn um jarðskorpuna. Þetta var þann 1. apríl fyrir nokkrum árum. Hundar eða kettir?Hef átt ketti síðan ég byrjaði að búa og Ólafur Högnason kötturinn minn (14 ára) er í miklu uppáhaldi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?Ætli það sé ekki Dirty Dancing.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Einhver leikari sem næði blöndu af karakter Grimmhildar Grámann og Míu litlu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Eru ættir í Game of Thrones?Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ég hef fengið lágmarks sekt fyrir hraðakstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er mjög breytilegt en þessa dagana er það Ed Sheeran.Uppáhalds bókin? Marrið í stiganum eftir Skagakonuna Evu Björg Ægisdóttur kemur sterk inn (er að lesa hana þessa dagana).Uppáhalds föstudagsdrykkur? Epla toppur eða Las Moras, fer allt eftir stemmningunni.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari, vel steiktar franskar og nóg af sósu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Blanda af þessu tvennu.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Fyrir maraþon og önnur átök er það lagið, Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, við verðum að gera átak í að fjölga göngustígum og laga þá sem fyrir eru.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hallbera Gísladóttir því það rennur Skagablóð í æðum okkar.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Elsa Lára Arnardóttir leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Elsa Lára Arnardóttir og ég leiði lista Framsóknar og frjálsra í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi. Ég er einstaklega heppin að fá að leiða þennan lista sem er skipaður duglegu og jákvæðu fólki sem hefur brennandi áhuga á að gera gott Akranes að enn betra Akranesi. Ég er gift Rúnari G. Þorsteinssyni rafiðnfræðingi og saman eigum við Þorstein Atla (19 ára) og Þórdísi Evu (15 ára). Ég er menntaður grunnskólakennari og starfaði á þeim vettvangi í nokkur ár og henti mér síðan út í pólitík. Ég skaust inn á þing árið 2013 og sat þar fram að kosningum árið 2017, en þá gaf ég ekki kost á mér til áframhaldandi þingsetu. Ástæðan var m.a. sú að ég vildi komast heim á Akranes og nýta reynslu mína og þekkingu til að gera gott samfélag enn betra. Við í Framsókn og frjálsum leggjum áherslu á Akranes sem fjölskylduvænt samfélag. Við munum tryggja fjölskyldum dagvistunarúrræði á loknu fæðingarorlofi. Við munum efla góðu skólana okkar með auknum stuðningi og betri vinnuaðstæðum fyrir nemendur og starfsfólk. Við viljum sveigjanleika milli skóla – og íþrótta og æskulýðsstarfs. Leggjum áherslu á velferð Skagamanna á öllum aldri og auk þessa umhverfismál, atvinnumál, skipulagsmál, samgöngur, umferðaröryggi og mennta – og safnamál. Auk þessa leggjum við áherslu á aukið íbúalýðræði. Kæri Skagamaður, nýttu kosningaréttinn. Við í Framsókn og frjálsum ætlum að vinna vel fyrir Akranes.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það er fátt sem toppar Þórsmörk en útsýnið yfir Þórsmörk frá Morinsheiði er engu líkt. Við Skagamenn eigum einnig fallegar náttúruperlur eins og Langasand, Skógræktina, Breiðina og Kalmansvík. Útsýnið yfir Skagann ofan af Akrafjalli er einnig mjög fallegt.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? Það væri á Höfn í Hornafirði og ástæðan er að stór hluti fjölskyldu minnar býr þar og auk þess góður vinahópur.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nauta carpaccio og grafin gæsabringa eru uppáhalds.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Lasagne með bechamel sósu. Alltaf jafn vinsælt á mínu heimili.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Fyrir Lóu vinkonu og stemmninguna sem er fram undan þá er það eitthvað lag með Siggu Beinteins og Stjórninni.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég skrifaði fyrstu blaðagreinina mína sem „pólitíkus.” Ætlaði að skrifa um stöðu námsmanna en skrifaði óvart fyrirsögnina: staða lánsmanna. Þetta þótti talsvert fyndið því maðurinn minn vann erlendis á þessum tíma.Draumaferðalagið? Hjólaferð um Ítalíu.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég trúi að það sé að minnsta kosti eitthvað annað sem tekur við eftir þetta líf.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?Þegar ég og samkennarar mínir plötuðum árganginn okkar til að taka þátt í verkefni sem fólst í því að láta þau hoppa af fullum krafti í eina mínútu. Þau héldu þau væru að taka þátt í rannsókn um jarðskorpuna. Þetta var þann 1. apríl fyrir nokkrum árum. Hundar eða kettir?Hef átt ketti síðan ég byrjaði að búa og Ólafur Högnason kötturinn minn (14 ára) er í miklu uppáhaldi.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?Ætli það sé ekki Dirty Dancing.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Einhver leikari sem næði blöndu af karakter Grimmhildar Grámann og Míu litlu.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Eru ættir í Game of Thrones?Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ég hef fengið lágmarks sekt fyrir hraðakstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er mjög breytilegt en þessa dagana er það Ed Sheeran.Uppáhalds bókin? Marrið í stiganum eftir Skagakonuna Evu Björg Ægisdóttur kemur sterk inn (er að lesa hana þessa dagana).Uppáhalds föstudagsdrykkur? Epla toppur eða Las Moras, fer allt eftir stemmningunni.Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari, vel steiktar franskar og nóg af sósu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Blanda af þessu tvennu.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Fyrir maraþon og önnur átök er það lagið, Gefðu allt sem þú átt með Jóni Jónssyni.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, við verðum að gera átak í að fjölga göngustígum og laga þá sem fyrir eru.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Hallbera Gísladóttir því það rennur Skagablóð í æðum okkar.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira