Á að fjármagna kosningaloforðin með fasteignabólu? Jóhannes Loftsson skrifar 9. maí 2018 11:28 Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Jóhannes Loftsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Afar ósanngjarnt er þegar sveitarfélög fara að nýta fasteignabólu til tekjuöflunar fyrir gæluverkefnin sín, því slík gjaldtaka kemur ávalt verst niður á þeim tekjulægstu: leigjendum og fyrstu íbúðakaupendum. Kostnaðurinn sem lendir á þessum hópi verður síðan margfaldur vegna viðbótarálagningar markaðsins. Í þessu ljósi þá var uppgjör Reykjavíkurborgar dálítið sérstakt þetta árið. Allur gróði borgarsjóðs varð til við sölu byggingarréttar og fasteignatekjur á íbúa eru orðnar næstum því helmingi hærri (43%) í borginni en í nágrannasveitarfélögunum. Gróði borgarfyrirtækjanna byggir síðan að mestu á fasteignabóluhækkun og áhrifum álverðshækkunar á orkusölusamninga OR. Slíkur markaðsgróði getur verið fallvaltur,því hann hverfur eða breytist í taprekstur um leið og markaðssveiflur hægjast eða ganga til baka. Á sama tíma þá er aðalkosningaloforð borgarstjóra að byggja Borgarlínu og að koma Miklubraut í stokk, sem eru líklega ein dýrustu kosningarloforð í sögu Reykjavíkur. Engar áætlanir voru þó kynntar um hagræðingu eða sparnað til að fjármagna þessi loforð. En hvaðan á peningurinn þá að koma? Á ríkið að borga brúsann? Hversu líklegt er fjármálaráðherra sjálfstæðisflokks fari að fjármagna uppblásin yfirboð samfylkingarinnar í borginni? Þó að umferðarbetrumbætur á Miklubrautinni kunni vissulega að vera á könnu vegagerðarinnar, þá er rándýr brú eftir götunni endilangri bara fegrunaraðgerð sem hefur ekki nema að litlu leiti með umferðarflæði að gera. Vegagerðin mun aldrei samþykkja slíka sóun og mun líklega bara borga brot af kostnaðinum. Það eina sem stendur eftir er að taka lán og nýta svo sölu fasteigna og lóða til að fjármagna verkefnið. Þessi leið var einmitt nefnd þegar Reykjavíkurborg kynnti fyrst Miklubrautarstokkinn. Álíka fjármögnunarleiðir hafa líka verið nefndar vegna Borgarlínunnar, þar sem talað hefur verið um að leggja sérstakt innviðagjald á byggð nálægt Borgarlínunni. Vandamálið við að fjármagna kosningaloforð með lóðabraski, er að þá þurfa borgaryfirvöld að veðja á áframhaldandi fasteignabólu. Fjárfestar munu bara vilja borga hátt verð fyrir byggingarrétt ef þeir trúa á að geta selt fasteignina líka á háu verði. Við höfum reynsluna af slíkum fjármögnunaraðferðum af Valssvæðinu, þar sem meðalverð nýrra íbúða er nú sett á hátt í 700 þúsund á fermetrann. Borgarlínan og Miklubrautarstokkurinn eru hins vegar miklu stærri og dýrari framkvæmdir en íþróttaaðstaða Vals, og því munu áhrif þeirra verða margfalt meiri. Hækkun fasteignaverðs er ein mesta aðför að kjörum láglaunahópa og eignaminni sem hægt er að fara í. Borgarstjóri skuldar því kjósendum frekari útskýringar á því hvernig samfylkingin ætli að fjármagna loforðin sín. Ef til stendur á láta fasteignabóluna borga og ýta kostnaðinum yfir á þá sem minnst mega sín, þá væri betra að sleppa þessari vegferð.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun