Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 15:42 Tilraunir Macron til að tala um fyrir Trump um kjarnorkusamninginn báru engan árangur. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018 Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Írani í morgun. New York Times greinir frá þessu. Ákvörðun Trump er í andstöðu við vilja helstu bandamanna Bandaríkjanna. Til stendur að Trump tilkynnti formlega um ákvörðun sína varðandi samkomulagið kl. 14:00 að staðartíma í Washington, kl. 18 að íslenskum tíma. Forsetinn hefur lengi hatast við samkomulagið sem hann hefur lýst sem „geðveiku“. Bandaríkjamenn, Frakkar, Bretar, Rússar, Kínverjar, Þjóðverjar og Evrópusambandið gerðu samkomulagið við Írani árið 2015. Í því fólst að Íranir takmörkuðu kjarnorkuframleiðslu sína gegn því að heimsveldin felldu niður refsiaðgerðir sínar gegn þeim. Bandaríkjastjórn er nú sögð undirbúa að leggja refsiaðgerðirnar sem hún féll frá með samkomulaginu aftur á og bæta nýjum við, samkvæmt heimildarmanni bandaríska dagblaðsins.Reuters-fréttastofan hefur aftur á móti eftir skrifstofu Macron hafi ekkert gefið uppi um framtíð samkomulagsins í símtali þeirra í dag.Sakar Trump um að einangra Bandaríkin Evrópuþjóðirnar hafa heitið því að halda sig við samkomulagið og er talið að ákvörðun Trump nú muni einangra Bandaríkjastjórn á alþjóðavettvangi og setja samskiptin við þessar helstu bandalagsþjóðir í uppnám. Þá er ákvörðunin talin líkleg til að reyna enn á stirð samskipti við Kínverja og Rússa. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í tíð Baracks Obama, gagnrýnir Trump harðlega fyrir ákvörðunina á Twitter. „Trump hefur rústað trúverðugleika Bandaríkjanna og greitt götuna að því að Íranir hefji aftur kjarnorkuvopnaáætlun sína. Trump hefur gert það sem er óhugsandi: einangrað Bandaríkin og fylkt heiminum að baki Írönum,“ tísti Power. Hún varar jafnframt við því að kostnaðurinn við hernaðaðgerðir gegn Íran hafi aðeins aukist frá því áður en samkomulagið tók gildi.Trump has demolished America's credibility & paved the way for Iran to re-start its nuclear program. Trump has done the unthinkable: isolated the US & rallied the world around Iran. The costs of using military force have only increased. (2/2)— Samantha Power (@SamanthaJPower) May 8, 2018
Tengdar fréttir Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51 Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45 Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Sjá meira
Varar Trump við „sögulegum mistökum“ Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Bandaríkin standi frammi fyrir sögulegum mistökum ákveðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hætta við kjarnorkusamninginn við Íran. 6. maí 2018 17:51
Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans. 7. maí 2018 06:45
Reiknað með því að Trump laski Íranssamninginn í dag Þrátt fyrir óskir bandamanna Bandaríkjanna sem eiga aðild að kjarnorkusamningnum virðist Bandaríkjaforseti ætla að setja hann í hættu með því að endurvekja refsiaðgerðir gegn Íran. 8. maí 2018 13:18