37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. maí 2018 13:00 Ronaldo eftir leikinn með skóna og silfurpeninginn um hálsinn. vísir/getty Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. Brasilíumenn höfðu spilað frábærlega á mótinu og voru sigurstranglegir. Þessi síðasti leikdagur HM var þó ólíkur öllum þeim sem Brassar hafa áður upplifað. Það skilaði sér í því að liðið hitaði ekki á vellinum, gat ekkert í leiknum og tapaði 3-0 fyrir frábærum Frökkum.Hristist allur til og var froðufellandi Stjarna brasilíska landsliðsins var hinn 21 árs gamli Ronaldo. Liðið fór saman í hádegismat á frönskum veitingastað en eftir að liðið kom aftur upp á hótel fór af stað ótrúleg atburðarrás. Leikmenn voru í hvíld inn á herbergjum sínum er eitthvað alvarlegt kemur fyrir Ronaldo. Hann liggur í rúmi sínu og byrjar að hristast allur til og lemja sjálfan sig. Framherjinn er einnig froðufellandi og herbergisfélagi hans, Roberto Carlos, fær eðlilega áfall. Rýkur fram á gang, lemur á allar hurðir og biður um aðstoð. Cesar Sampaio veitti fyrstu aðstoð og sá meðal annars til þess að framherjinn gleypti ekki tungu sína.Skömmu síðar sofnaði Ronaldo. Eftir stóðu félagar hans í áfalli. Í fyrstu var tekin sú ákvörðun að segja Ronaldo ekkert hvað hefði gerst er hann vaknaði. Sú ákvörðun fór illa í miðjumanninn Leonardo sem fékk leyfi til þess að greina vini sínum frá uppákomunni. Leonardo fór því með Ronaldo í göngutúr og sagði honum allt af létta. Á þessum tímapunkti er hermt að landsliðsþjálfarinn Mario Zagallo hafi ákveðið að Ronaldo myndi ekki spila úrslitaleikinn. Læknar brasilíska landsliðsins fóru með hann upp á spítala í rannsóknir á meðan niðurlútir félagar hans fóru á völlinn.Náði á völlinn rétt fyrir leik Ronaldo nær á Stade de France 40 mínútum fyrir leik með niðurstöður rannsóknarinnar. Það var nákvæmlega ekkert að honum. Rannsóknirnir sýndu ekkert óeðlilegt. Hann krafðist þess að fá að spila leikinn. Zagallo hlýddi og leikskýrslunni var breytt skömmu fyrir leik. Þetta mál hefur alla tíð verið hið dularfyllsta en Ronaldo staðfesti þessa atburðarrás í viðtali í síðasta mánuði. Í Brasilíu var allt brjálað út af þessu máli enda fátt um útskýringar. Í fyrstu fór lögfræðingur í mál því hann vildi fá svör við því hvað hefði gerst þennan örlagaríka dag. Í kjölfarið var hafin rannsókn á tveimur læknum brasilíska liðsins en þeim var vikið frá störfum á endanum. Annar læknanna sagði að pressan á að gefa Ronaldo grænt ljós hefði verið rosaleg. „Ef hann hefði ekki spilað og leikurinn samt tapast 3-0 þá hefði ég þurft að flytja á Norðurpólinn,“ sagði læknirinn.Á endanum tók brasilíska þingið málið fyrir og voru allir lykilmenn kallaðir í viðtal. Þá var sterkasta samsæriskenningin sú að Nike hefði þvingað brasilíska sambandið til að spila Ronaldo. Á þessum tíma voru peningar að breyta öllu í boltanum. Fólk var til í að trúa því. Ekkert sannaðist þó á Nike.Ekkert benti til eitrunar Samsæriskenningarnar í gegnum árin hafa verið margar og ein þeirra er sú að eitrað hafi verið fyrir Ronaldo í hádegismatnum fyrir hlé. Þetta var úrslitaleikur í Frakklandi og heimamenn hafi viljað losna við besta leikmann Frakka. Aldrei fundust nein sönnungargögn sem bentu til eitrunar. Einnig var slúðrað um að Ronaldo væri með sjúkdóm sem hann hefði leynt fyrir heimsbyggðinni. Margir segja að líklegasta skýringin fyrir þessum óvæntu veikindum sé sú að hann hafi fengið sprautu í hnéð nokkru fyrir kastið og þetta hafi verið viðbrögð við sprautugjöfinni. Zagallo landsliðsþjálfari segir að það hafi ekki verið honum að kenna að Brasilía tapaði leiknum. Það hefði engu breytt hvort Ronaldo hefði spilað eður ei. Allir leikmenn liðsins voru í það miklu áfalli eftir atburði dagsins að hausinn á þeim hefði verið á röngum stað. Skal engan undra. Þeir óttuðust að hann gæti látið lífið í leiknum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. Brasilíumenn höfðu spilað frábærlega á mótinu og voru sigurstranglegir. Þessi síðasti leikdagur HM var þó ólíkur öllum þeim sem Brassar hafa áður upplifað. Það skilaði sér í því að liðið hitaði ekki á vellinum, gat ekkert í leiknum og tapaði 3-0 fyrir frábærum Frökkum.Hristist allur til og var froðufellandi Stjarna brasilíska landsliðsins var hinn 21 árs gamli Ronaldo. Liðið fór saman í hádegismat á frönskum veitingastað en eftir að liðið kom aftur upp á hótel fór af stað ótrúleg atburðarrás. Leikmenn voru í hvíld inn á herbergjum sínum er eitthvað alvarlegt kemur fyrir Ronaldo. Hann liggur í rúmi sínu og byrjar að hristast allur til og lemja sjálfan sig. Framherjinn er einnig froðufellandi og herbergisfélagi hans, Roberto Carlos, fær eðlilega áfall. Rýkur fram á gang, lemur á allar hurðir og biður um aðstoð. Cesar Sampaio veitti fyrstu aðstoð og sá meðal annars til þess að framherjinn gleypti ekki tungu sína.Skömmu síðar sofnaði Ronaldo. Eftir stóðu félagar hans í áfalli. Í fyrstu var tekin sú ákvörðun að segja Ronaldo ekkert hvað hefði gerst er hann vaknaði. Sú ákvörðun fór illa í miðjumanninn Leonardo sem fékk leyfi til þess að greina vini sínum frá uppákomunni. Leonardo fór því með Ronaldo í göngutúr og sagði honum allt af létta. Á þessum tímapunkti er hermt að landsliðsþjálfarinn Mario Zagallo hafi ákveðið að Ronaldo myndi ekki spila úrslitaleikinn. Læknar brasilíska landsliðsins fóru með hann upp á spítala í rannsóknir á meðan niðurlútir félagar hans fóru á völlinn.Náði á völlinn rétt fyrir leik Ronaldo nær á Stade de France 40 mínútum fyrir leik með niðurstöður rannsóknarinnar. Það var nákvæmlega ekkert að honum. Rannsóknirnir sýndu ekkert óeðlilegt. Hann krafðist þess að fá að spila leikinn. Zagallo hlýddi og leikskýrslunni var breytt skömmu fyrir leik. Þetta mál hefur alla tíð verið hið dularfyllsta en Ronaldo staðfesti þessa atburðarrás í viðtali í síðasta mánuði. Í Brasilíu var allt brjálað út af þessu máli enda fátt um útskýringar. Í fyrstu fór lögfræðingur í mál því hann vildi fá svör við því hvað hefði gerst þennan örlagaríka dag. Í kjölfarið var hafin rannsókn á tveimur læknum brasilíska liðsins en þeim var vikið frá störfum á endanum. Annar læknanna sagði að pressan á að gefa Ronaldo grænt ljós hefði verið rosaleg. „Ef hann hefði ekki spilað og leikurinn samt tapast 3-0 þá hefði ég þurft að flytja á Norðurpólinn,“ sagði læknirinn.Á endanum tók brasilíska þingið málið fyrir og voru allir lykilmenn kallaðir í viðtal. Þá var sterkasta samsæriskenningin sú að Nike hefði þvingað brasilíska sambandið til að spila Ronaldo. Á þessum tíma voru peningar að breyta öllu í boltanum. Fólk var til í að trúa því. Ekkert sannaðist þó á Nike.Ekkert benti til eitrunar Samsæriskenningarnar í gegnum árin hafa verið margar og ein þeirra er sú að eitrað hafi verið fyrir Ronaldo í hádegismatnum fyrir hlé. Þetta var úrslitaleikur í Frakklandi og heimamenn hafi viljað losna við besta leikmann Frakka. Aldrei fundust nein sönnungargögn sem bentu til eitrunar. Einnig var slúðrað um að Ronaldo væri með sjúkdóm sem hann hefði leynt fyrir heimsbyggðinni. Margir segja að líklegasta skýringin fyrir þessum óvæntu veikindum sé sú að hann hafi fengið sprautu í hnéð nokkru fyrir kastið og þetta hafi verið viðbrögð við sprautugjöfinni. Zagallo landsliðsþjálfari segir að það hafi ekki verið honum að kenna að Brasilía tapaði leiknum. Það hefði engu breytt hvort Ronaldo hefði spilað eður ei. Allir leikmenn liðsins voru í það miklu áfalli eftir atburði dagsins að hausinn á þeim hefði verið á röngum stað. Skal engan undra. Þeir óttuðust að hann gæti látið lífið í leiknum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00
42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00