Bretar ætla að þurrka út blautþurrkur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 11:33 Fituklumpur sem er að miklu leyti úr blautþurrkum sem stíflaði holræsakerfi undir London. Vísir/AFP Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali. Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands. Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni. Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara. Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær. Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali.
Umhverfismál Tengdar fréttir Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49 Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. 18. nóvember 2016 10:49
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent