Atvinnulíf

Fram­kvæmda­stjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Björgvin Víkingsson, framkvæmdarstjóri Bónus, finnst grínið sitt oft algjör snilld en er ekki eins viss um að það sé alltaf að slá í gegn. Morgnarnir eru fjörugir heima hjá Björgvini, enda tvö ung börn á heimilinu.
Björgvin Víkingsson, framkvæmdarstjóri Bónus, finnst grínið sitt oft algjör snilld en er ekki eins viss um að það sé alltaf að slá í gegn. Morgnarnir eru fjörugir heima hjá Björgvini, enda tvö ung börn á heimilinu. Vísir/Vilhelm

Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“

Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.

Hvenær vaknar þú á morgnana?

„Ég er yfirleitt vaknaður um 06:45, en prógrammið byrjar raunverulega rétt fyrir sjö þegar krakkarnir vakna — við eigum eina 3 ára stelpu og einn 7 ára strák og þau taka morgunprógramið með stormi.

Rólegir, kósý morgnar eru pínu fjarlægur draumur í bili… en ég veit að það kemur seinna.“

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?

„Fyrsta verkefnið er smá koffín og að koma krökkunum af stað inn í daginn. Ég er nýlega kominn í góða rútínu þar sem ég næ að skella mér á æfingu um 7:30, þrjá daga vikunnar en þá sér betri helmingurinn um morgunferðina í skóla/leikskóla, þannig að þá næ ég að lauma æfingu inn.“

Á skalanum 0–10, hve stríðinn ertu?

„Ég myndi segja 7 — þó það sé best að fá „markhópinn“, börnin, til að staðfesta það.

Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn, ekki „kvikindis“-stríðinn. Mér finnst grínið mitt oft spot on… en ég er ekki viss um að það sé alltaf jafn mikið að slá í gegn.

Það er mjög stutt í léttleika hjá mér, ég tek mig ekki of hátíðlega og býð stundum óþarflega mikið upp á að hafa gaman á minn kostnað.“

Björgvin hefur prófað flest skipulagstól sem til eru og er núna að nota Notion. Skipulagt kaós er þó oft réttasta lýsingin á skipulaginu en þá segir Björgvin lykilatriði að vera sveigjanlegur og yfirvegaður á sama tíma.Vísir/Vilhelm

Í hvaða verkefni ertu helst að vinna þessa dagana?

„Núna er einn skemmtilegasti tíminn í verslunarrekstri — jólin!

Við í Bónus erum að þróast töluvert og eru því ótrúlega mörg spennandi verkefni í gangi öllum tíðum. En akkúrat núna er allur fókus á því að gera jólaverslunina eins góða og mögulegt er: besta verðið á jólamatnum og skemmtilega upplifun alveg fram að jólum.

Ódýrast vikunnar er í jólabúning og jóla tilboðin eru í fullri keyrslu en í ár verðum við með nýtt í Bónus í Kauptúni en þar ætlum við að hafa JólaBónus, þar sem við sköpum aukna jólastemningu í Bónus Kauptúni allar helgar fram að jólum — með jólasveinum, jólahúsi fyrir börnin, ristuðum möndlum, gosi, kakó og ýmsu góðgæti sem við bjóðum gestum upp á.Markmiðið er að skapa  notalega og minnisstæða jólaupplifun á meðan fólk verslar.“

Hvernig skipuleggur þú þig í vinnunni?

Góð spurning! Dagarnir eru mjög þéttir og oft mikið mótaðir af fundum og verkefnum dagsins. Samt sem áður elska ég að hugsa langt fram í tímann en ég ég er algjört stefnumótunarnörd.

Þó stefnumótunin sé skipulögð, skýr og verkefnastýrð þá viðurkenni ég að „auka“-verkefnin eru stundum með aðeins sveigjanlegra skipulag. 

Ég held ég hafi prófað flest skipulagstól sem til eru, og er núna að nota Notion… en í hreinskilni sagt er tekur oft skipulagt kaos yfir þegar mest er að gera, en þá hefur virkað vel fyrir mig að vera sveigjanlegur og yfirvegaður á sama tíma, hversu vel sem það hljómar.“

Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?

„Ég reyni að sofna um 23:30 til að ná 7–8 klukkustundum. Það gerist samt alveg, og mögulega of oft — að ég tími ekki að fórna kvöldinu og sit aðeins lengur uppi til að fá smá „me-time“. En sem betur fer sef ég eins og steinn og tek tvær mínútur að sofna svo þetta hefur ekki haft of neikvæð áhrif hingað til.“


Tengdar fréttir

„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum.

Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt

Guðrún Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fastus er ein þeirra sem byrjar að hugsa um helgarmatinn á fimmtudögum, skoðar uppskriftir og elskar að dúlla sér að elda í nokkrar klukkustundir. Guðrún segist svolítið skrítin þegar kemur að heimilisverkunum, þau séu nefnilega ekkert leiðinleg.

„Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“

Ef Birgir Olgeirsson, fyrrum fréttamaður og samskiptastjóri, væri hetja í teiknimynd væri hann Batman. Ekki vegna hetjudrauma heldur einfaldlega vegna þess að Batman var hans uppáhald. Birgir er einn af þeim sem skoðar veðurspána alltaf á morgnana.

„Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gæludýr.is, home&you og formaður FKA, gefur sjálfum sér 2 í einkunn fyrir að vera handlaginn á heimilinu. Þar geti hún reyndar afkastað miklu en verulega geti vantað upp á vandvirknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×